Leikkonan segir á samfélagsmiðlum að hún hafi reynt allt til þess að fá boð en virðist ekki vera að fá miða á hátíðina. Rachel vann Golden globe verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni og hefur verið á öllum hinum verðlaunahátíðunum síðustu vikur enda hefur myndin verið tilnefnd til fjölda verðlauna í mörgum flokkum.
Margir hafa velt því fyrir sér hvernig standi á því að leikkonunni sé ekki boðið á hatíðina en lítið virðist vera um svör. Þó eru getgátur um að það tengist því að halda fjarlægð á millli gesta á hátíðinni en töluvert færri sæti eru í boði þetta árið ásamt því að gestir þurfa að sýna fram á að þeir hafi fengið bólusetningu og vera með tvö neikvæð pcr próf.

Aðrir leikarar úr myndinni eins og Ariana DeBose sem er tilnefnd sem leikkona í aukahlutverki fyrir myndina verður á svæðinu og þykir afar sigurstrangleg miðað við gengi sitt á öðrum hátíðum. Einnig er Steven Spielberg tilnefndur sem leikstjóri fyrir myndina og hefur hann nýlega talað opinberlega um ákvörðun nefndarinnar að veita átta verðlaun utan hátíðarinnar sjálfrar. Honum þykir ákvörðunin röng og gera lítið úr þeim flokkum sem voru teknir út fyrir sviga.