Nefndin kvað upp fjölmarga úrskurði þann 1. mars en úrskurðirnir voru nýlega birtir á vefsíðu Stjórnarráðsins. Enginn fékk höfnun Mannanafnanefndar í þetta skipti en af úrskurðunum nýbirtu voru tvö mál til endurupptöku.
Það voru nöfnin Ýda og Amarie sem komu aftur til kasta nefndarinnar en þeim eiginnöfnum hafði áður verið hafnað.
Í úrskurði kom meðal annars fram að nafnið Yda sé tökunafn og ritháttur nafnsins tíðkist í mörgum löndum. Mannanafnanefnd samþykkti nafnið því sem ritháttarabrigði nafnsins Ída.
Þá var nafnið Amarie samþykkt með vísan til þess að rithátturinn túlkaðist einnig í mörgum löndum, til dæmis í Frakklandi og á Norðurlöndunum.