Í síðasta þætti fóru þeir heim til spákonunnar Siggu Kling sem hefur búið á Álftanesinu í þrjátíu ár. Verkefnið var að taka í gegn eldhúsið hjá Sigríði Klingenberg.
Ragnar og Kári náðu að endurspegla karakter Siggu í eldhúsinu en hér að neðan má sjá hvernig eldhúsið leit út fyrir breytingu.
Sigga hafði ekki breytt því í þrjá áratugi en inni á Stöð 2+ er hægt að sjá þáttinn í heild sinni og hvernig eldhúsið lítur út í dag, einstaklega smekklegt.