Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2022 13:00 Dóttir Ásdísar, Ruja Ignatova og Ásdís Rán á kynningu fyrir OneCoin. Aðsend Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Eftirmálar sem fyrrum fréttakonurnar Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi sjá um, er fjallað um þetta mál og rætt við Ásdísi. Vinkonurnar kynntust í Búlgaríu þegar Ásdís bjó þar ásamt þáverandi eiginmanni sínum, knattspyrnumanninum Garðari Gunnlaugssyni, sem þá lék fyrir CSKA Sofia. Ruja hjálpaði Ásdísi verulega með fyrirtæki hennar, Ice Queen, sem seldi meðal annars undirföt, snyrtivörur og húðvörur. Rafmyntin sem átti að breyta heiminum Þegar þær kynntust átti Ruja ekki gífurlegt magn fjár en það átti eftir að breytast þegar hún stofnaði rafmyntina OneCoin. Rafmyntir eru ekki til nema að þær séu inni á svokölluðu „blockchain“ en OneCoin var ekki til þar. Ruja var því að selja fólki eitthvað sem var ekki til og græddi milljarða. Klippa: Ásdís Rán og rafmyntadrottningin sem hvarf Þegar Ásdís ferðaðist til Íslands árið 2017 grunaði hana ekki að hún myndi ekki hitta bestu vinkonu sína aftur. „Ég þurfti að fara til Íslands og flýg þangað en næ ekki að segja almennilega bæ við hana eins og ég myndi segja ef ég hefði vitað að ég myndi ekkert hitta hana aftur. Við spjöllum smá næstu daga, svo er ég eitthvað upptekin og var ekkert að pæla í henni í svona viku,“ segir Ásdís. Þegar hún ætlaði að heyra í vinkonu sinni að nýju var hana þó hvergi að finna. Hún var ekki virk á samfélagsmiðlum í marga klukkutíma en Ásdís segir það hafa verið óeðlilegt fyrir hana. Þessir klukkutímar eru nú orðnir að fjórum og hálfu ári. Ásdís hefur ekkert heyrt frá Ruja í rúm fjögur ár.Aðsend Hvað varð um Ruja? Hvort Ruja hafi flúið til að losna við ákærur vegna OneCoin eða verið drepin af fólki sem vildi auðæfi hennar er ekki vitað. „Það var fullt af fólki sem hefði getað drepið hana út af því hún var það valdamikill og það miklir peningar í gangi,“ segir Ásdís sem telur þó að Ruja sé enn á lífi. Stuttu eftir hvarfið var Ruja orðin eftirlýst af Interpol vegna fjársvika. Lögmaður hennar og bróðir hennar voru handteknir, ákærðir og dæmdir. Ruja sjálf hefur þó aldrei þurft að svara fyrir gjörðir sínar. Sloppið við yfirheyrslur Konstantin Ignatov, bróðir Ruja, tók við rekstri OneCoin eftir hvarfið. Hann játaði allt skýlaust fyrir dómi og hlaut vægari dóm fyrir vikið. Flestir í kringum Ruja hafa verið yfirheyrðir við rannsókn málsins en Ásdís hefur þó sloppið þrátt fyrir að vera hennar hægri hönd í einkalífinu. „Ég veit að símarnir mínir voru hleraðir fyrstu mánuðina, ég veit ekki hvort þeir séu hleraðir enn þá í dag,“ segir Ásdís en hún fékk aldrei að vita neitt hvað var í gangi á bak við tjöldin hjá OneCoin. Ruja sagði við Ásdísi að ástæðan væri að hún væri að vernda vinkonu sína. Líferðir og brynvarðir bílar Þegar Ásdís lítur um öxl segist hún hafa gert sér grein fyrir því að það væri eitthvað skringilegt í gangi hjá Ruja nokkru fyrir hvarfið. „Það var bara út af því ég sá hvað hún var orðin tæp á geði og hrædd. Við vorum út um allt með tíu lífverði og brynvarða bíla. Hún var orðin mjög tense og dróg sig svolítið til hlés. Hún grét mikið í fanginu á mér en ég sá að hún gat ekki alveg sagt mér hvað var í gangi,“ segir Ásdís. Henni finnst skrítið að Ruja hafi ekki reynt að hafa samband við sig í öll þessi ár. „Mér finnst samt mjög skrítið, því hún var svo háð mér. Ég myndi halda að hún myndi reyna að ná í mig á einhverjum miðli, vera með feik-reikning eða hringja í mig úr tíkallasíma eins og í bíómyndunum.“ Ásdís ásamt þáttarstjórnendum Eftirmál, þeim Þórhildi (t.v.) og Nadine.Aðsend Býr enn í íbúð hennar Ásdís er enn með skráð heimili í íbúð Ruja í Sofia, höfuðborg Búlgaríu, og er nýkomin þaðan eftir að hafa verið í tökum fyrir þýska þætti sem fjalla um Ruja og hvarfið á henni. Áhugi fjölmiðla á málinu er gífurlegur. „Ég er búin fá tilboð frá öllum heimshornum um að gera allskonar þætti. Það er verið að gera bíómynd um hana.“ BBC hefur gefið út hlaðvarpsþætti um Ruja sem bera heitið „The Missing Cryptoqueen“ og var mikil vinna lögð í þá þætti. Ásdís gaf ekki kost á sér í viðtal fyrir þættina en henni fannst blaðamenn BBC stunda of mikla æsifréttamennsku í kringum þá. Búlgaría Eftirmál Rafmyntir Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Eftirmálar sem fyrrum fréttakonurnar Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi sjá um, er fjallað um þetta mál og rætt við Ásdísi. Vinkonurnar kynntust í Búlgaríu þegar Ásdís bjó þar ásamt þáverandi eiginmanni sínum, knattspyrnumanninum Garðari Gunnlaugssyni, sem þá lék fyrir CSKA Sofia. Ruja hjálpaði Ásdísi verulega með fyrirtæki hennar, Ice Queen, sem seldi meðal annars undirföt, snyrtivörur og húðvörur. Rafmyntin sem átti að breyta heiminum Þegar þær kynntust átti Ruja ekki gífurlegt magn fjár en það átti eftir að breytast þegar hún stofnaði rafmyntina OneCoin. Rafmyntir eru ekki til nema að þær séu inni á svokölluðu „blockchain“ en OneCoin var ekki til þar. Ruja var því að selja fólki eitthvað sem var ekki til og græddi milljarða. Klippa: Ásdís Rán og rafmyntadrottningin sem hvarf Þegar Ásdís ferðaðist til Íslands árið 2017 grunaði hana ekki að hún myndi ekki hitta bestu vinkonu sína aftur. „Ég þurfti að fara til Íslands og flýg þangað en næ ekki að segja almennilega bæ við hana eins og ég myndi segja ef ég hefði vitað að ég myndi ekkert hitta hana aftur. Við spjöllum smá næstu daga, svo er ég eitthvað upptekin og var ekkert að pæla í henni í svona viku,“ segir Ásdís. Þegar hún ætlaði að heyra í vinkonu sinni að nýju var hana þó hvergi að finna. Hún var ekki virk á samfélagsmiðlum í marga klukkutíma en Ásdís segir það hafa verið óeðlilegt fyrir hana. Þessir klukkutímar eru nú orðnir að fjórum og hálfu ári. Ásdís hefur ekkert heyrt frá Ruja í rúm fjögur ár.Aðsend Hvað varð um Ruja? Hvort Ruja hafi flúið til að losna við ákærur vegna OneCoin eða verið drepin af fólki sem vildi auðæfi hennar er ekki vitað. „Það var fullt af fólki sem hefði getað drepið hana út af því hún var það valdamikill og það miklir peningar í gangi,“ segir Ásdís sem telur þó að Ruja sé enn á lífi. Stuttu eftir hvarfið var Ruja orðin eftirlýst af Interpol vegna fjársvika. Lögmaður hennar og bróðir hennar voru handteknir, ákærðir og dæmdir. Ruja sjálf hefur þó aldrei þurft að svara fyrir gjörðir sínar. Sloppið við yfirheyrslur Konstantin Ignatov, bróðir Ruja, tók við rekstri OneCoin eftir hvarfið. Hann játaði allt skýlaust fyrir dómi og hlaut vægari dóm fyrir vikið. Flestir í kringum Ruja hafa verið yfirheyrðir við rannsókn málsins en Ásdís hefur þó sloppið þrátt fyrir að vera hennar hægri hönd í einkalífinu. „Ég veit að símarnir mínir voru hleraðir fyrstu mánuðina, ég veit ekki hvort þeir séu hleraðir enn þá í dag,“ segir Ásdís en hún fékk aldrei að vita neitt hvað var í gangi á bak við tjöldin hjá OneCoin. Ruja sagði við Ásdísi að ástæðan væri að hún væri að vernda vinkonu sína. Líferðir og brynvarðir bílar Þegar Ásdís lítur um öxl segist hún hafa gert sér grein fyrir því að það væri eitthvað skringilegt í gangi hjá Ruja nokkru fyrir hvarfið. „Það var bara út af því ég sá hvað hún var orðin tæp á geði og hrædd. Við vorum út um allt með tíu lífverði og brynvarða bíla. Hún var orðin mjög tense og dróg sig svolítið til hlés. Hún grét mikið í fanginu á mér en ég sá að hún gat ekki alveg sagt mér hvað var í gangi,“ segir Ásdís. Henni finnst skrítið að Ruja hafi ekki reynt að hafa samband við sig í öll þessi ár. „Mér finnst samt mjög skrítið, því hún var svo háð mér. Ég myndi halda að hún myndi reyna að ná í mig á einhverjum miðli, vera með feik-reikning eða hringja í mig úr tíkallasíma eins og í bíómyndunum.“ Ásdís ásamt þáttarstjórnendum Eftirmál, þeim Þórhildi (t.v.) og Nadine.Aðsend Býr enn í íbúð hennar Ásdís er enn með skráð heimili í íbúð Ruja í Sofia, höfuðborg Búlgaríu, og er nýkomin þaðan eftir að hafa verið í tökum fyrir þýska þætti sem fjalla um Ruja og hvarfið á henni. Áhugi fjölmiðla á málinu er gífurlegur. „Ég er búin fá tilboð frá öllum heimshornum um að gera allskonar þætti. Það er verið að gera bíómynd um hana.“ BBC hefur gefið út hlaðvarpsþætti um Ruja sem bera heitið „The Missing Cryptoqueen“ og var mikil vinna lögð í þá þætti. Ásdís gaf ekki kost á sér í viðtal fyrir þættina en henni fannst blaðamenn BBC stunda of mikla æsifréttamennsku í kringum þá.
Búlgaría Eftirmál Rafmyntir Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28
Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53