Klopp segir að illa hafi verið komið fram við kvennalið Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2022 23:30 Klopp er mjög ánægður að kvennalið Liverpool sé komið aftur upp í deild þeirra bestu. EPA-EFE/ANDREW YATES Jürgen Klopp, þjálfari karlaliðs Liverpool, hrósaði kvennaliði félagsins fyrir að vinna sér sæti í efstu deild. Hann segir þó góða ástæðu fyrir því að þetta sigursæla félag hafi fallið um deild, það var einfaldlega ekki komið nægilega vel fram við liðið. Segja má að knattspyrnulið Liverpool hafi átt góðu gengi að fagna, bæði í karla- og kvennaflokki, á leiktíðinni. Kvennaliðið er komið aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára dvöl í B-deildinni. Eftir að verða Englandsmeistari 2013 og 2014 hefur Liverpool horft á önnur félög setja meira púður í kvennalið sín og taka yfir. Á sama tíma og Klopp stýrði sínu liðu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni þá féll kvennalið félagsins niður í B-deild. Í kjölfarið voru eigendur félagsins gagnrýndir fyrir að setja ekki nægilega mikið fjármagn í kvennaliðið. Aðstaða liðsins var gagnrýnd en þeir æfðu ekki á sama stað og karlaliðið, þá var – Trenton Park, heimavöllur Tranmere Rovers, einnig gagnrýndur. Klopp ræddi þetta á blaðamannafundi í vikunni. Hann segist fylgjast eins vel með kvennaliðinu og hann geti en eðlilega fari tími hans mestmegnis hans eigið lið. Thank you, Jürgen pic.twitter.com/0cR8HtTudn— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Hann hafi þó vitað að stig um liðna helgi myndi tryggja liðinu sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð og að hann hafi sent Matt Beard, þjálfara liðsins, skilaboð eftir 4-2 sigur helgarinnar. Einnig ræddi Klopp framkomu félagsins í garð kvennaliðsins. „Undanfarin ár hefur Liverpool ekki verið frægt fyrir að koma vel fram við kvennafótbolta. Það er ástæða fyrir að þær féllu í Championship-deildina. En nú eru þær komnar aftur upp og við þurfum að sjá til þess að við nýtm okkur það. Ég hef rætt við mikið af stelpunum undanfarna tvo til þrjá mánuði út af hinu og þessu. Þetta er frábært lið með góðan þjálfara og ég er mjög glaður fyrir þeirra hönd.“ The unbeaten run that has taken us to the title INC IBLE pic.twitter.com/bfrikkjAMa— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Svo virðist sem Liverpool stefni á að byggja á árangur ársins en Beard sagði eftir sigur helgarinnar að félagið sé með þriggja og fimm ára plön sem unnið verði að. Má reikna með að planið sé að félagið verði jafn sigursælt í kvennaflokki og það hefur verið í karlaflokki undanfarin ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Enski boltinn Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Segja má að knattspyrnulið Liverpool hafi átt góðu gengi að fagna, bæði í karla- og kvennaflokki, á leiktíðinni. Kvennaliðið er komið aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára dvöl í B-deildinni. Eftir að verða Englandsmeistari 2013 og 2014 hefur Liverpool horft á önnur félög setja meira púður í kvennalið sín og taka yfir. Á sama tíma og Klopp stýrði sínu liðu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni þá féll kvennalið félagsins niður í B-deild. Í kjölfarið voru eigendur félagsins gagnrýndir fyrir að setja ekki nægilega mikið fjármagn í kvennaliðið. Aðstaða liðsins var gagnrýnd en þeir æfðu ekki á sama stað og karlaliðið, þá var – Trenton Park, heimavöllur Tranmere Rovers, einnig gagnrýndur. Klopp ræddi þetta á blaðamannafundi í vikunni. Hann segist fylgjast eins vel með kvennaliðinu og hann geti en eðlilega fari tími hans mestmegnis hans eigið lið. Thank you, Jürgen pic.twitter.com/0cR8HtTudn— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Hann hafi þó vitað að stig um liðna helgi myndi tryggja liðinu sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð og að hann hafi sent Matt Beard, þjálfara liðsins, skilaboð eftir 4-2 sigur helgarinnar. Einnig ræddi Klopp framkomu félagsins í garð kvennaliðsins. „Undanfarin ár hefur Liverpool ekki verið frægt fyrir að koma vel fram við kvennafótbolta. Það er ástæða fyrir að þær féllu í Championship-deildina. En nú eru þær komnar aftur upp og við þurfum að sjá til þess að við nýtm okkur það. Ég hef rætt við mikið af stelpunum undanfarna tvo til þrjá mánuði út af hinu og þessu. Þetta er frábært lið með góðan þjálfara og ég er mjög glaður fyrir þeirra hönd.“ The unbeaten run that has taken us to the title INC IBLE pic.twitter.com/bfrikkjAMa— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) April 4, 2022 Svo virðist sem Liverpool stefni á að byggja á árangur ársins en Beard sagði eftir sigur helgarinnar að félagið sé með þriggja og fimm ára plön sem unnið verði að. Má reikna með að planið sé að félagið verði jafn sigursælt í kvennaflokki og það hefur verið í karlaflokki undanfarin ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Enski boltinn Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira