Eigandi Nýju vínbúðarinnar dæmdur fyrir skattsvik Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2022 11:41 Sverrir Einar Eiríksson hefur vakið athygli fyrir ýmis viðskipti undanfarin ár. Vísir Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag en Sverrir var jafnframt dæmdur til að greiða 64,4 milljóna króna sekt í ríkissjóð. Sektina þarf hann að greiða innan fjögurra vikna eða sæta 360 daga fangelsi. Sverrir játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og segir í úrskurði héraðsdóms að sannað sé með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann sé sekur um þá háttsemi sem honum hafi verið gefið að sök. Brotin hafi verið framin af ásetningi og um sé að ræða verulegar upphæðir. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að Sverrir játaði brotin og að hann hafi verið með hreint sakavottorð. Stóð ekki skil á opinberum gjöldum vegna Þrastalunds í Grímsnesi Um er að ræða félögin BHG sem stofnað var árið 2016, Sogið veitingar stofnað 2018 og Jupiter gisting stofnað sama ár. Sem framkvæmdastjóri og varastjórnarmaður BHG ehf. var Sverrir Einar dæmdur fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum félagsins á lögmæltum tíma, virðisaukanum sjálfum, ekki skilað staðgreiðslu opinberra gjalda og staðgreiðsluskilagreinum vegna þeirra. Samanlögð upphæð í tilfelli BHG ehf. nemur um fjórtán milljónum króna. Sverrir rak um tíma veitingastaðinn Þrastalund í Grímsnesi í félaginu Sogið veitingar ehf. Hann var dæmdur fyrir meiriháttar brot á skattalögum sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Sogsins veitinga ehf. með því að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda og staðgreiðsluskilagreinum félagsins. Upphæðin nam 9,3 milljónum króna. Dómurinn nokkuð áfall Að lokum var Sverrir dæmdur fyrir að hafa sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Jupiter gisting ehf. ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda og staðgreiðsluskilagreinum árin 2018 og 2019. Heildarupphæðin nam rúmum 8,7 milljónum króna. Félagið varð gjaldþrota árið 2019 en í frétt Fréttablaðsins kom fram að Jupiter gisting ehf. hefði um tíma tengst rekstri á Hótel Brimi í Skipholti. Í yfirlýsingu sem Sverrir sendir til fjölmiðla vegna dómsins segir að hann hafi játað allar sakargiftir í málinu og komi til með að standa skil á sektargreiðslunni sem nemi tvöföldum vanskilum skattgreiðslnanna. „Mér er þessi dómur nokkuð áfall, enda ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað, líkt og fram kemur í dómnum.“ Hann hafi í nærri aldarfjórðung stundað ýmis konar viðskipti, þó mest fasteignaviðskipti hér á landi og í Bretlandi. Einnig hafi hann komið að kaupum á gulli og demöntum, stundað lánastarfsemi, veitinga- og gistihúsarekstur, rekið starfsmannaleigu og fleira. „Flest hefur gengið vel en þó hefur ekki allur rekstur gengið upp. Þau félög sem um ræðir héldu utan um starfsemi á sviði veitingareksturs. Því miður var sá rekstur um margt erfiður. Þrátt fyrir að ég legði mig allan fram varð ég að játa mig sigraðan að lokum og því fór sem fór með þau félög,“ segir Sverrir jafnframt í yfirlýsingu sinni. „Núna einbeiti ég mér að öðrum verkefnum og er létt að bundinn er endi á þessi erfiðu mál.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að Sverrir hafi einnig verið dæmdur fyrir peningaþvætti en hið rétta er að ákæruvaldið féll frá þeim hluta ákærunnar. Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Eigandi Nýju vínbúðarinnar ákærður fyrir skattsvik Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar sem komið hefur að alls kyns athyglisverðum rekstri undanfarin ár, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir skattsvik og peningaþvætti í rekstri þriggja einkahlutafélaga sem öll hafa orðið gjaldþrota og verið afskráð. Málið verður þingfest í mars. 18. janúar 2022 07:01 Eiríkur á Omega dæmdur til greiðslu 109 milljóna sektar fyrir meiriháttar skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sjónvarpsmanninn Eirík Sigurbjörnsson, oftast kenndur við kristilegu stöðina Omega, í tíu mánaða fangelsi og greiðslu 108,9 milljóna króna sektar fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. 20. október 2021 13:16 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag en Sverrir var jafnframt dæmdur til að greiða 64,4 milljóna króna sekt í ríkissjóð. Sektina þarf hann að greiða innan fjögurra vikna eða sæta 360 daga fangelsi. Sverrir játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og segir í úrskurði héraðsdóms að sannað sé með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann sé sekur um þá háttsemi sem honum hafi verið gefið að sök. Brotin hafi verið framin af ásetningi og um sé að ræða verulegar upphæðir. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að Sverrir játaði brotin og að hann hafi verið með hreint sakavottorð. Stóð ekki skil á opinberum gjöldum vegna Þrastalunds í Grímsnesi Um er að ræða félögin BHG sem stofnað var árið 2016, Sogið veitingar stofnað 2018 og Jupiter gisting stofnað sama ár. Sem framkvæmdastjóri og varastjórnarmaður BHG ehf. var Sverrir Einar dæmdur fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum félagsins á lögmæltum tíma, virðisaukanum sjálfum, ekki skilað staðgreiðslu opinberra gjalda og staðgreiðsluskilagreinum vegna þeirra. Samanlögð upphæð í tilfelli BHG ehf. nemur um fjórtán milljónum króna. Sverrir rak um tíma veitingastaðinn Þrastalund í Grímsnesi í félaginu Sogið veitingar ehf. Hann var dæmdur fyrir meiriháttar brot á skattalögum sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Sogsins veitinga ehf. með því að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda og staðgreiðsluskilagreinum félagsins. Upphæðin nam 9,3 milljónum króna. Dómurinn nokkuð áfall Að lokum var Sverrir dæmdur fyrir að hafa sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Jupiter gisting ehf. ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda og staðgreiðsluskilagreinum árin 2018 og 2019. Heildarupphæðin nam rúmum 8,7 milljónum króna. Félagið varð gjaldþrota árið 2019 en í frétt Fréttablaðsins kom fram að Jupiter gisting ehf. hefði um tíma tengst rekstri á Hótel Brimi í Skipholti. Í yfirlýsingu sem Sverrir sendir til fjölmiðla vegna dómsins segir að hann hafi játað allar sakargiftir í málinu og komi til með að standa skil á sektargreiðslunni sem nemi tvöföldum vanskilum skattgreiðslnanna. „Mér er þessi dómur nokkuð áfall, enda ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað, líkt og fram kemur í dómnum.“ Hann hafi í nærri aldarfjórðung stundað ýmis konar viðskipti, þó mest fasteignaviðskipti hér á landi og í Bretlandi. Einnig hafi hann komið að kaupum á gulli og demöntum, stundað lánastarfsemi, veitinga- og gistihúsarekstur, rekið starfsmannaleigu og fleira. „Flest hefur gengið vel en þó hefur ekki allur rekstur gengið upp. Þau félög sem um ræðir héldu utan um starfsemi á sviði veitingareksturs. Því miður var sá rekstur um margt erfiður. Þrátt fyrir að ég legði mig allan fram varð ég að játa mig sigraðan að lokum og því fór sem fór með þau félög,“ segir Sverrir jafnframt í yfirlýsingu sinni. „Núna einbeiti ég mér að öðrum verkefnum og er létt að bundinn er endi á þessi erfiðu mál.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að Sverrir hafi einnig verið dæmdur fyrir peningaþvætti en hið rétta er að ákæruvaldið féll frá þeim hluta ákærunnar.
Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Eigandi Nýju vínbúðarinnar ákærður fyrir skattsvik Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar sem komið hefur að alls kyns athyglisverðum rekstri undanfarin ár, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir skattsvik og peningaþvætti í rekstri þriggja einkahlutafélaga sem öll hafa orðið gjaldþrota og verið afskráð. Málið verður þingfest í mars. 18. janúar 2022 07:01 Eiríkur á Omega dæmdur til greiðslu 109 milljóna sektar fyrir meiriháttar skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sjónvarpsmanninn Eirík Sigurbjörnsson, oftast kenndur við kristilegu stöðina Omega, í tíu mánaða fangelsi og greiðslu 108,9 milljóna króna sektar fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. 20. október 2021 13:16 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Eigandi Nýju vínbúðarinnar ákærður fyrir skattsvik Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar sem komið hefur að alls kyns athyglisverðum rekstri undanfarin ár, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir skattsvik og peningaþvætti í rekstri þriggja einkahlutafélaga sem öll hafa orðið gjaldþrota og verið afskráð. Málið verður þingfest í mars. 18. janúar 2022 07:01
Eiríkur á Omega dæmdur til greiðslu 109 milljóna sektar fyrir meiriháttar skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sjónvarpsmanninn Eirík Sigurbjörnsson, oftast kenndur við kristilegu stöðina Omega, í tíu mánaða fangelsi og greiðslu 108,9 milljóna króna sektar fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. 20. október 2021 13:16
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30