Takmarkalaust djamm: Langur opnunartími á föstudaginn langa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. apríl 2022 13:27 Steinþór Helgi rekur skemmtistaðinn Röntgen. Vísir/Vilhelm Þriggja ára gamlar breytingar á reglum um skemmtistaði valda því að nú geta djammarar landsins stundað áhugamál sitt um páskana, án þess að helgihald eða aðrar hefðir verði þeim fjötur um fót. Staðarhaldari í miðborg Reykjavíkur mælist þó til þess að fólk gangi ekki of hratt um gleðinnar dyr. Það vakti eflaust athygli einhverra að fjöldi skemmtistaða hefur auglýst óskertan opnunartíma yfir páskana. Þar á meðal í kvöld, á sjálfum föstudeginum langa, degi sem margir Íslendingar hafa alist upp við að eigi að vera langur, en ekki síður leiðinlegur. Nú er öldin hins vegar önnur. Vísir hafði samband við Steinþór Helga Arnsteinsson, einn eiganda skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu, sem getur nú boðið skemmtanaþyrstum inn fyrir sínar dyr án takmarkana, í fyrsta sinn. Helgidagar eins og helgar Margir muna eflaust þá tíð þegar skemmtistaðir áttu að loka á miðnætti aðfaranótt föstudagsins langa, og hafa lokað í sólarhring. Þá þurftu þeir sömuleiðis að vera lokaðir til miðnættis á páskadag. Að sögn Steinþórs var reglum um þetta breytt árið 2019, en síðan þá hefur ekki reynt á þær um páska, þar sem páskana 2020 og 2021 voru í gildi miklar takmarkanir á skemmtanalífinu, vegna Covid. „Það er búið að vera bara fínt. Fólk er bara temmilegt og flott á djamminu, þetta er ekkert of galið,“ segir Steinþór, aðspurður hvort djammarar hafi sætt færis í upphafi páska. „Reglurnar voru settar til þess að breyta því að skemmtistaðir gætu ekki haft opið á aðfangadegi eða föstudaginn langa, þegar það er mikið af túristum og svona. Þær gera ráð fyrir því að skemmtistaðir geti dagana fyrir helgidaga bara haft opið eins og það sé föstudagur eða laugardagur, samkvæmt sínu leyfi bara,“ segir Steinþór. Röntgen er til að mynda með leyfi til að hafa opið til klukkan þrjú um helgar, meðan sumir staðir mega hafa opið til hálf fimm. Þannig má staðurinn vera opinn til þrjú í kvöld, annað kvöld og sunnudagskvöld, þar sem næsti mánudagur er helgidagur, annar í páskum. Engum hollt að taka fimm daga djamm Þrátt fyrir frjálsan opnunartíma skemmtistaða þessa páskana hvetur Steinþór alla til að fara varlega. „Maður er bara að prófa þetta í fyrsta sinn. Það segir sig samt alveg sjálft að það er engum hollt að djamma fimm daga í röð. Þannig að við mælum ekki með því, heldur bara að fólk dreifi þessu jafnt yfir helgina,“ segir hann. Steinþór segist þá sjá fyrir sér að tækifæri felist í því að skemmtistaðir, veitingastaðir og annað þvíumlíkt fái að halda venjulegum opnunartíma um helgar. „Ég held að fólk hafi áttað sig á þessu seint, en í framtíðinni verður þetta kannski helgi sem fólk mun líta til við innflutning á stórum tónlistaratriðum eða eitthvað svoleiðis. Ég held að við eigum mikið inni í að fullnýta páskana og þá kosti sem þetta mun hafa í för með sér,“ segir Steinþór. Næturlíf Reykjavík Páskar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Það vakti eflaust athygli einhverra að fjöldi skemmtistaða hefur auglýst óskertan opnunartíma yfir páskana. Þar á meðal í kvöld, á sjálfum föstudeginum langa, degi sem margir Íslendingar hafa alist upp við að eigi að vera langur, en ekki síður leiðinlegur. Nú er öldin hins vegar önnur. Vísir hafði samband við Steinþór Helga Arnsteinsson, einn eiganda skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu, sem getur nú boðið skemmtanaþyrstum inn fyrir sínar dyr án takmarkana, í fyrsta sinn. Helgidagar eins og helgar Margir muna eflaust þá tíð þegar skemmtistaðir áttu að loka á miðnætti aðfaranótt föstudagsins langa, og hafa lokað í sólarhring. Þá þurftu þeir sömuleiðis að vera lokaðir til miðnættis á páskadag. Að sögn Steinþórs var reglum um þetta breytt árið 2019, en síðan þá hefur ekki reynt á þær um páska, þar sem páskana 2020 og 2021 voru í gildi miklar takmarkanir á skemmtanalífinu, vegna Covid. „Það er búið að vera bara fínt. Fólk er bara temmilegt og flott á djamminu, þetta er ekkert of galið,“ segir Steinþór, aðspurður hvort djammarar hafi sætt færis í upphafi páska. „Reglurnar voru settar til þess að breyta því að skemmtistaðir gætu ekki haft opið á aðfangadegi eða föstudaginn langa, þegar það er mikið af túristum og svona. Þær gera ráð fyrir því að skemmtistaðir geti dagana fyrir helgidaga bara haft opið eins og það sé föstudagur eða laugardagur, samkvæmt sínu leyfi bara,“ segir Steinþór. Röntgen er til að mynda með leyfi til að hafa opið til klukkan þrjú um helgar, meðan sumir staðir mega hafa opið til hálf fimm. Þannig má staðurinn vera opinn til þrjú í kvöld, annað kvöld og sunnudagskvöld, þar sem næsti mánudagur er helgidagur, annar í páskum. Engum hollt að taka fimm daga djamm Þrátt fyrir frjálsan opnunartíma skemmtistaða þessa páskana hvetur Steinþór alla til að fara varlega. „Maður er bara að prófa þetta í fyrsta sinn. Það segir sig samt alveg sjálft að það er engum hollt að djamma fimm daga í röð. Þannig að við mælum ekki með því, heldur bara að fólk dreifi þessu jafnt yfir helgina,“ segir hann. Steinþór segist þá sjá fyrir sér að tækifæri felist í því að skemmtistaðir, veitingastaðir og annað þvíumlíkt fái að halda venjulegum opnunartíma um helgar. „Ég held að fólk hafi áttað sig á þessu seint, en í framtíðinni verður þetta kannski helgi sem fólk mun líta til við innflutning á stórum tónlistaratriðum eða eitthvað svoleiðis. Ég held að við eigum mikið inni í að fullnýta páskana og þá kosti sem þetta mun hafa í för með sér,“ segir Steinþór.
Næturlíf Reykjavík Páskar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira