Þjóðarhöll suður með sjó Pálmi Freyr Randversson, Fannar Jónasson, Ásgeir Eiríksson, Magnús Stefánsson og Kjartan Már Kjartansson skrifa 22. apríl 2022 10:00 Landsleiki í handbolta má spila hvar á landinu sem er. Sömuleiðis körfubolta- og fótboltaleiki. Leikir íslensku handboltalandsliðanna voru nýverið spilaðir á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir framan 1500 áhorfendur. Fæstum finnst aðstaðan þar þjóðinni til sóma, með fullri virðingu fyrir Ásvöllum en leikirnir fóru fram, miðar seldust og áhorfendur settu það ekki fyrir sig að fara á Vellina í Hafnarfirði til að horfa á landsleiki. Okkar stærstu þjóðarleikvangar þurfa ekki að vera allir á sama stað. FIBA vill svör um þjóðarhöll körfubolta fyrir næstu mánaðamót. Reykjavíkurborg vill ráðstafa fráteknu fjármagni í önnur verkefni en þjóðarhöll ef ekki fæst niðurstaða fyrir sama tíma og forseti Íslands og landsliðsþjálfari í handbolta karla eru sammála um að málin verða að skýrast hið snarasta. Ásvellir eru í 15 mínútna fjarlægð frá Vogaafleggjara, 17 mínútum frá Grindavíkurafleggjara, 20 mínútum frá Ásbrú og 25 mínútum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist. Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík. Auglýsingar á þaki byggingarinnar gætu skapað tekjur vegna yfirflugs og treyst rekstrargrundvöllinn. Staðsetningin er tilvalin fyrir stóra alþjóðlega viðburði í nálægð við alþjóðaflugvöll og landsvæðið er nægt. Samgöngur til og frá flugvellinum eru góðar og yrðu efldar enn frekar með augljósum ávinningi fyrir bæði flugvallarsamfélagið og höfðuborgarsvæðið auk þess sem hótelinnviðir og veitingastaðir eru nú þegar til staðar á Suðurnesjunum. Í Danmörku eru handboltalandsleikir oftast spilaðir í Kaupmannahöfn. Þó fara fram leikir á stöðum eins og Herning eða jafnvel í Álaborg, borgum og bæjum í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Sömu sögu er að segja frá hinum Norðurlöndunum. Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) getur haldið utan um þróunarverkefni af þessu tagi fyrir hönd íslenska ríkisins komið að staðarvali á Suðurnesjum og vali á rekstrarmódeli á meðan Reykjavíkurborg gæti einbeitt sér að uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir barna- og unglingastarf í Laugardalnum öllum til heilla. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri KadecoFannar Jónasson, bæjarstjóri GrindavíkurbæjarÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri VogaMagnús Stefánsson, bæjarstjóri SuðurnesjabæjarKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Grindavík Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Landsleiki í handbolta má spila hvar á landinu sem er. Sömuleiðis körfubolta- og fótboltaleiki. Leikir íslensku handboltalandsliðanna voru nýverið spilaðir á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir framan 1500 áhorfendur. Fæstum finnst aðstaðan þar þjóðinni til sóma, með fullri virðingu fyrir Ásvöllum en leikirnir fóru fram, miðar seldust og áhorfendur settu það ekki fyrir sig að fara á Vellina í Hafnarfirði til að horfa á landsleiki. Okkar stærstu þjóðarleikvangar þurfa ekki að vera allir á sama stað. FIBA vill svör um þjóðarhöll körfubolta fyrir næstu mánaðamót. Reykjavíkurborg vill ráðstafa fráteknu fjármagni í önnur verkefni en þjóðarhöll ef ekki fæst niðurstaða fyrir sama tíma og forseti Íslands og landsliðsþjálfari í handbolta karla eru sammála um að málin verða að skýrast hið snarasta. Ásvellir eru í 15 mínútna fjarlægð frá Vogaafleggjara, 17 mínútum frá Grindavíkurafleggjara, 20 mínútum frá Ásbrú og 25 mínútum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist. Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík. Auglýsingar á þaki byggingarinnar gætu skapað tekjur vegna yfirflugs og treyst rekstrargrundvöllinn. Staðsetningin er tilvalin fyrir stóra alþjóðlega viðburði í nálægð við alþjóðaflugvöll og landsvæðið er nægt. Samgöngur til og frá flugvellinum eru góðar og yrðu efldar enn frekar með augljósum ávinningi fyrir bæði flugvallarsamfélagið og höfðuborgarsvæðið auk þess sem hótelinnviðir og veitingastaðir eru nú þegar til staðar á Suðurnesjunum. Í Danmörku eru handboltalandsleikir oftast spilaðir í Kaupmannahöfn. Þó fara fram leikir á stöðum eins og Herning eða jafnvel í Álaborg, borgum og bæjum í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Sömu sögu er að segja frá hinum Norðurlöndunum. Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) getur haldið utan um þróunarverkefni af þessu tagi fyrir hönd íslenska ríkisins komið að staðarvali á Suðurnesjum og vali á rekstrarmódeli á meðan Reykjavíkurborg gæti einbeitt sér að uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir barna- og unglingastarf í Laugardalnum öllum til heilla. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri KadecoFannar Jónasson, bæjarstjóri GrindavíkurbæjarÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri VogaMagnús Stefánsson, bæjarstjóri SuðurnesjabæjarKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar