Um var að ræða leik toppliðs deildarinnar og botnliðsins. Fór það svo að Gummersbach vann nokkuð sannfærandi fjögurra marka sigur, 35-31.
Er liðið nú með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og 11 stigum á undan liðinu í 3. sæti. Efstu tvö liðin fara upp í þýsku úrvalsdeildina. Á sama tíma er Aue í neðsta sæti, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Elliði Snær Vignisson skoraði eitt mark í liði Gummersbach í kvöld ásamt því að láta til sín taka í vörn liðsins. Hjá Aue skoraði Arnar Birkir Hálfdánsson þrjú mörk og Sveinbjörn Pétursson varði tíu skot ásamt því að skora eitt mark.
Þá skoraði Tumi Steinn Rúnarsson tvö mörk í liði Coburg sem vann Elbflorenz 29-25 og situr í 14. sæti deildarinnar.