Nær öll fjárfesting fólks hafi þurrkast út á örskotsstundu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2022 20:06 Kristján Ingi Mikaelsson, eigandi Visku Digital Assets og sérfræðingur í rafmyntum. Vísir/Bjarni Sérfræðingur í rafmyntum segir ljóst að Íslendingar hafi tapað milljónum í stærsta hruni minni rafmynta í manna minnum nú í vikunni. Fólk sem lagt hafi fé í aðrar rafmyntir en þær stærstu, Bitcoin og Ethereum, hafi tapað nær öllu. Hrunið hefur verið rakið til þess að virði svokallaðs Terra Luna-myntkerfis nær þurrkaðist út á einum sólarhring í vikunni - sem kom af stað keðjuverkun og fældi fjárfesta. Stærstu rafmyntirnar, Bitcoin og Ethereum, fengu að kenna á því en virði þeirrar fyrrnefndu hefur til að mynda hrunið um 50 prósent frá því það stóð sem hæst í vetur. Sérfræðingur í rafmyntum segir það alvarlegasta þó miklar lækkanir á virði annarra og minni rafmyntaverkefna, eins og Avax og Solana. „Það er það stærsta sem við höfum séð hingað til á svona stuttum tíma og langstærsti viðburður sem við höfum séð í því,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, eigandi Visku digital assets og sérfræðingur í rafmyntum. „En það voru sautján milljarðar Bandaríkjadala sem soguðust þarna niður og ýttu svolítið boltanum af stað og svo fengum við á mánudaginn mestu lækkun síðustu áratugi á hlutabréfamörkuðum sem var alls ekki að hjálpa þessu heldur.“ Rosaleg staða Í nýrri könnun Seðlabankans á eignarhaldi Íslendinga á „sýndarfé“, eins og bankinn kallar rafmyntir, sögðust 8,7 prósent svarenda hafa fjárfest í slíku. Það kom bankanum á óvart hversu margir þeirra höfðu fjárfest í öðrum tegundum sýndarfjár en Bitcoin eða Ethereum; eða 57 prósent. „Þá gæti ég haldið að 30-40 prósent af fólki í rafmyntum sem er að kaupa eitthvað annað en Bitcoin og Ethereum sé nánast búið að tapa 90 prósent af því sem það setti í þetta. Þetta er búið að vera rosalegt,“ segir Kristján. Samtals hlaupi tapið auðveldlega á milljónum króna, að mati Kristjáns. Tveir hafi leitað til hans um aðstoð í hruni vikunnar en hann reiknar með að mun fleiri hafi farið illa úti. Hann segir þetta áminningu um að fara varlega í fjárfestingum í heimi rafmynta, einkum þegar kemur að verkefnum sem ekki hafa fest sig í sessi. Kristján telur þrátt fyrir þróun síðustu daga ekki tilefni til að hafa áhyggjur af framhaldinu. „En þetta er alvarlegt mál. Og heimurinn verður þyngri áður en hann verður betri í fjárfestingum almennt.“ Rafmyntir Tengdar fréttir El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. 12. maí 2022 10:43 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Hrunið hefur verið rakið til þess að virði svokallaðs Terra Luna-myntkerfis nær þurrkaðist út á einum sólarhring í vikunni - sem kom af stað keðjuverkun og fældi fjárfesta. Stærstu rafmyntirnar, Bitcoin og Ethereum, fengu að kenna á því en virði þeirrar fyrrnefndu hefur til að mynda hrunið um 50 prósent frá því það stóð sem hæst í vetur. Sérfræðingur í rafmyntum segir það alvarlegasta þó miklar lækkanir á virði annarra og minni rafmyntaverkefna, eins og Avax og Solana. „Það er það stærsta sem við höfum séð hingað til á svona stuttum tíma og langstærsti viðburður sem við höfum séð í því,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, eigandi Visku digital assets og sérfræðingur í rafmyntum. „En það voru sautján milljarðar Bandaríkjadala sem soguðust þarna niður og ýttu svolítið boltanum af stað og svo fengum við á mánudaginn mestu lækkun síðustu áratugi á hlutabréfamörkuðum sem var alls ekki að hjálpa þessu heldur.“ Rosaleg staða Í nýrri könnun Seðlabankans á eignarhaldi Íslendinga á „sýndarfé“, eins og bankinn kallar rafmyntir, sögðust 8,7 prósent svarenda hafa fjárfest í slíku. Það kom bankanum á óvart hversu margir þeirra höfðu fjárfest í öðrum tegundum sýndarfjár en Bitcoin eða Ethereum; eða 57 prósent. „Þá gæti ég haldið að 30-40 prósent af fólki í rafmyntum sem er að kaupa eitthvað annað en Bitcoin og Ethereum sé nánast búið að tapa 90 prósent af því sem það setti í þetta. Þetta er búið að vera rosalegt,“ segir Kristján. Samtals hlaupi tapið auðveldlega á milljónum króna, að mati Kristjáns. Tveir hafi leitað til hans um aðstoð í hruni vikunnar en hann reiknar með að mun fleiri hafi farið illa úti. Hann segir þetta áminningu um að fara varlega í fjárfestingum í heimi rafmynta, einkum þegar kemur að verkefnum sem ekki hafa fest sig í sessi. Kristján telur þrátt fyrir þróun síðustu daga ekki tilefni til að hafa áhyggjur af framhaldinu. „En þetta er alvarlegt mál. Og heimurinn verður þyngri áður en hann verður betri í fjárfestingum almennt.“
Rafmyntir Tengdar fréttir El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. 12. maí 2022 10:43 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. 12. maí 2022 10:43