Mané gefur svar um framtíðina eftir úrslitaleikinn: „Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 22:00 Sadio Mané á eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Sadio Mané, sóknarmaður Liverpool, segir að hann muni gefa „sérstakt“ svar um framtíð sína hjá félaginu eftir leik liðsins gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Samningur Mané við Liverpool rennur út eftir næsta tímabil og því hafa margir velt framtíð leikmannsinns fyrir sér. Stórlið á borð við Bayern München og Barcelona eru sögð hafa mikinn áhuga á þessum þrítuga Senegala. Stuðningsmenn og forráðamenn Liverpool eru hins vega vongóðir um að leikmaðurinn skrifi undir nýjan samning við félagið eftir að hann gaf það í skyn á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn fyrr í dag. „Ég held að svarið sem ég get gefið ykkur núna er að mér líður mjög vel,“ sagði Mané. „Núna er ég að einbeita mér að leiknum og þetta er svarið sem ég verð að gefa ykkur fyrir úrslitaleikinn. En komið aftur til mín eftir leikinn á laugardaginn og ég gef ykkur klárlega besta svarið sem þið viljið heyra. Það er sérstakt. Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá.“ Eins og áður segir er Mané orðinn þrítugur, en hann segist leggja sig allan fram á hverjum degi til að bæta sig með aldrinum. „Ég elska það sem ég geri og ég fórna mér á hverjum einasta degi. Ég legg hart að mér á hverjum einasta degi, bæði á vellinum og á æfingasvæðinu, og ég er að verða betri og betri. Það er það sem skiptir mestu máli. Ég er að reyna mitt besta til að hjálpa liðinu.“ Segir að Madrídingar hafi átt sigurinn skilinn fyrir fjórum árum Mané var einnig spurður að því hvernig hann myndi bregðast við ef lið eins og Real Madrid myndi setja sig í samband við hann, en lið utan Englands mega hefja viðræður við þennan eftirsótta leikmann í janúar á næsta ári. Leikmaðurinn reyndi þó að forðast það að tala um framtíðina eins og hann gat og vildi frekar einbeita sér að leiknum sem framundan er. „Góð spurning, en það sem ég vil segja á þessari stundu er að ég er bara að einbeita mér að Meistaradeildinni og að vinna hana. Það er miklu mikilvægara fyrir mig og stuðningsmenn Liverpool,“ sagði Mané. „Ég mun gera allt sem ég mögulega get til að vinna þennan leik fyrir Liverpool. Ég held að við séum allir búnir að gleyma því sem gerðist 2018. Real Madrid var klárlega betra liðið og þeir áttu skilið að vinna. En á morgun er þetta allt annar leikur,“ sagði Mané að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 annað kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Sjá meira
Samningur Mané við Liverpool rennur út eftir næsta tímabil og því hafa margir velt framtíð leikmannsinns fyrir sér. Stórlið á borð við Bayern München og Barcelona eru sögð hafa mikinn áhuga á þessum þrítuga Senegala. Stuðningsmenn og forráðamenn Liverpool eru hins vega vongóðir um að leikmaðurinn skrifi undir nýjan samning við félagið eftir að hann gaf það í skyn á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn fyrr í dag. „Ég held að svarið sem ég get gefið ykkur núna er að mér líður mjög vel,“ sagði Mané. „Núna er ég að einbeita mér að leiknum og þetta er svarið sem ég verð að gefa ykkur fyrir úrslitaleikinn. En komið aftur til mín eftir leikinn á laugardaginn og ég gef ykkur klárlega besta svarið sem þið viljið heyra. Það er sérstakt. Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá.“ Eins og áður segir er Mané orðinn þrítugur, en hann segist leggja sig allan fram á hverjum degi til að bæta sig með aldrinum. „Ég elska það sem ég geri og ég fórna mér á hverjum einasta degi. Ég legg hart að mér á hverjum einasta degi, bæði á vellinum og á æfingasvæðinu, og ég er að verða betri og betri. Það er það sem skiptir mestu máli. Ég er að reyna mitt besta til að hjálpa liðinu.“ Segir að Madrídingar hafi átt sigurinn skilinn fyrir fjórum árum Mané var einnig spurður að því hvernig hann myndi bregðast við ef lið eins og Real Madrid myndi setja sig í samband við hann, en lið utan Englands mega hefja viðræður við þennan eftirsótta leikmann í janúar á næsta ári. Leikmaðurinn reyndi þó að forðast það að tala um framtíðina eins og hann gat og vildi frekar einbeita sér að leiknum sem framundan er. „Góð spurning, en það sem ég vil segja á þessari stundu er að ég er bara að einbeita mér að Meistaradeildinni og að vinna hana. Það er miklu mikilvægara fyrir mig og stuðningsmenn Liverpool,“ sagði Mané. „Ég mun gera allt sem ég mögulega get til að vinna þennan leik fyrir Liverpool. Ég held að við séum allir búnir að gleyma því sem gerðist 2018. Real Madrid var klárlega betra liðið og þeir áttu skilið að vinna. En á morgun er þetta allt annar leikur,“ sagði Mané að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 annað kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Sjá meira