Samkvæmt hinum ýmsu miðlum á Englandi hefur Erik ten Hag mikinn áhuga á því að fá Frenkie de Jong til Manchester United. Þeir unnu saman hjá Ajax og Ten Hag er sagður vera mikill aðdáandi miðjumannsinns.
Þó hafa aðrir bent á að erfitt gæti reynst að sannfæra De Jong um að spila fyrir félag sem ekki tekur þátt í Meistaradeild Evrópu.
Ef marka má spænska fótboltablaðamanninn Oriol Domenech þá hafa Manchester United og Barcelona komist að samkomulagi um kaupverð á De Jong, en leikmaðurinn hefur hins vegar hafnað.
🗣️ Oriol Domenech: “Frenkie De Jong is closer to rejecting Manchester United and staying in Barcelona.” pic.twitter.com/BBS4O4ZDsw
— infosfcb (@infosfcb) May 28, 2022
Ten Hag á að hafa haft samband við De Jong og tekið stöðuna á því hvort hann sé reiðubúinn að taka slaginn í Manchester-borg. Samkvæmt Domenech hefur De Jong ekki slegið félagsskipti alveg út af borðinu, en sagði sínum fyrrum þjálfara að hann myndi ekki alta hann í ensku úrvalsdeildina.
De Jong á enn fjögur ár eftir af samningi sínum við Barcelona, en spænska stórveldið gæti þó neyðst til að selja leikmenn þar sem að fjáhagsstaða félagsins er enn erfið.