Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid stendur á milli stanganna, en Belginn var hreint út sagt magnaður í úrslitaleiknum þegar Madrídingar tryggðu sér sigur í keppninni í 14. sinn í sögunni.
UEFA stillir svo upp í fjögurra manna varnarlínu þar sem Liverpool á þrjá fulltrúa. Bakverðirnir Andy Robertson og Trent Alexander-Arnold eru sitt hvorum megin við liðsfélaga sinn Virgil van Dijk og Chelsea-manninn Antonio Rüdiger.
Liverpool-maðurinn Fabinho er á miðri miðjunni með Kevin De Bruyne, leikmann Englandsmeistara Manchester City, hægra megin við sig og hinn síunga Luka Modric vinstra megin.
Í fremstu víglínu er Kylian Mbappé með þeim Karim Benzema og Vinicius Junior. Benzema var valinn besti leikmaður tímabilsins í Meistaradeildinni og Vinicius Junior besti ungi leikmaðurinn.
👕 UEFA's Technical Observer panel has selected its 2021/22 UEFA Champions League Team of the Season 🙌#UCL pic.twitter.com/I8t9T6uM5R
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 31, 2022