Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa fjárfestingarbanka, segir í tilkynningu að áfanginn feli í sér aukin umsvif á fjármálamarkaði og fjölgun tækifæra til að þjónusta viðskiptavini. Með nýja starfsleyfinu geti fyrirtækið boðið upp á viðtækari þjónustu, meðal annars með auknum heimildum til útlána og aukinni getu til framvirkra viðskipta með verðbréf og gjaldeyri.
„Þá opnar starfsleyfið á möguleika Fossa til að starfrækja viðskiptavakt með skráða fjármálagerninga, þar á meðal með ríkisskuldabréf. Við leggjum enn fremur mikla áherslu á áframhaldandi uppbyggingu eignastýringar og fjárfestingaráðgjafar þar sem alþjóðlegt vöruframboð okkar er í sérflokki,” er haft eftir Haraldi í tilkynningu.