Þýskaland mætir á Evrópumótið í Englandi eftir frábæra undankeppni, Liðið vann alla átta leiki sína, skoraði 46 mörk og fékk aðeins á sig eitt. Hin unga Klara Bühl – leikmaður Bayern München – var markahæsti leikmaður liðsins í undankeppninni með sex mörk.
Segja má að Þýskaland hafi einokað EM frá 1989 til 2013. Alls varð Þýskaland Evrópumeistari átta sinnum í röð 1989, 1991, 1995, 1997, 2001, 2005, 2009 og 2013). Það kom því verulega á óvart þegar liðið tapaði fyrir Dönum á EM 2017.
Þjóðverjar geta hefnt fyrir tapið fyrir fjórum árum í riðlakeppninni en Þýskaland og Danmörk eru í B-riðli ásamt Spáni og Finnlandi.
Til að heiðra kollega sína í kvennalandsliðinu - ásamt því að vekja athygli á Evrópumótinu - þá spilaði karlalandslið Þýskalands í sömu búningum er liðið mætti Englandi í Þjóðadeildinni og kvennaliðið mun gera á EM.
Germany s men are wearing their women s team s kit to face England in support of Women s Euro 2022 which kicks off in July pic.twitter.com/XUUedg5OF3
— B/R Football (@brfootball) June 7, 2022
Þýskaland vonast eftir betri árangri á EM en karlaliðið náði aðeins jafntefli gegn Englandi, lokatölur 1-1. Hefur Þýskaland nú gert jafntefli í báðum leikjum sínum til þessa í Þjóðadeildinni.