Ari er uppalinn Valsari og hefur þjálfað víða. Hann var síðast þjálfari Skallagríms í efstu deild kvenna en hefur einnig stýrt Hamri, KR og Haukum auk Vals. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við ÍR í dag.
Kristjana Eir Jónsdóttir stýrði ÍR upp úr næst efstu deild í fyrra en hún lét af störfum til að taka við deildarmeisturum Fjölnis á dögunum.
„Við erum gríðarlega ánægð með að fá Ara til starfa til okkar og hjálpa okkur að festa liðið í sessi í Subway deild kvenna, það er ekki spurning að reynsla hans mun hjálpa félaginu, bæði við að efla innviðina í félaginu og að hjálpa okkur að taka næsta skref í baráttunni í Subway deildinni á næsta tímabili“ er haft eftir Steinari Þór Guðjónssyni, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, í tilkynningu frá félaginu í gær.