Daffue með tveggja högga forystu á Opna bandaríska Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2022 15:01 MJ Daffue er efstur á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Nú þegar um helmingur kylfinga er lagður af stað á annan hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi er Suður-Afríkumaðurinn MJ Daffue með tveegja högga forystu á keppinauta sína. Daffue hefur leikið fyrstu 13 holurnar á tveimur höggum undir pari þegar þetta er ritað, en hann lék hringinn í gær á þremur undir pari og er því samtals á fimm höggum undir pari vallarins. Matt Fitzpatrick situr í öðru sæti á þremur höggum undir pari eftir tíu holur í dag. Fjórir aðrir kylfingar eru á þremur höggum undir pari, en þeir eiga enn eftir að hefja hring dagsins. Þar á meðal er Norður-Írinn Rory McIlroy. Kanadamaðurinn Adam Hadwin var með forystuna eftir gærdaginn þar sem hann lék manna best á 66 höggum, eða fjórum höggum undir pari vallarins. Hann hefur hins vegar ekki náð sér á strik í dag og hefur leikið fyrstu átta holur dagsins á þremur höggum yfir pari. Hann situr nú í tólfta sæti ásamt tólf öðrum kylfingum. Þá er Phil Mickelson enn í miklu basli. Hann lék hringinn í gær á átta höggum og hefur leikið fyrstu tíu holur dagsins á þremur höggum yfir pari. Hann er því samtals á ellefu höggum yfir pari og er jafn fjórum öðrum kylfingum í 145. sæti af 156. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Opna bandaríska Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Daffue hefur leikið fyrstu 13 holurnar á tveimur höggum undir pari þegar þetta er ritað, en hann lék hringinn í gær á þremur undir pari og er því samtals á fimm höggum undir pari vallarins. Matt Fitzpatrick situr í öðru sæti á þremur höggum undir pari eftir tíu holur í dag. Fjórir aðrir kylfingar eru á þremur höggum undir pari, en þeir eiga enn eftir að hefja hring dagsins. Þar á meðal er Norður-Írinn Rory McIlroy. Kanadamaðurinn Adam Hadwin var með forystuna eftir gærdaginn þar sem hann lék manna best á 66 höggum, eða fjórum höggum undir pari vallarins. Hann hefur hins vegar ekki náð sér á strik í dag og hefur leikið fyrstu átta holur dagsins á þremur höggum yfir pari. Hann situr nú í tólfta sæti ásamt tólf öðrum kylfingum. Þá er Phil Mickelson enn í miklu basli. Hann lék hringinn í gær á átta höggum og hefur leikið fyrstu tíu holur dagsins á þremur höggum yfir pari. Hann er því samtals á ellefu höggum yfir pari og er jafn fjórum öðrum kylfingum í 145. sæti af 156. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Opna bandaríska Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti