Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júní 2022 22:03 Pizzastaðurinn Plútó pizza lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára rekstur. Vísir/Vilhelm Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. Á Facebook-síðu Plútó Pizzu birtist í fyrradag, 16. júní, færsla um að staðurinn myndi loka eftir daginn í dag, 18. júní, og í kjölfarið hæfust framkvæmdir fyrir staðinn Indican sem myndi svo opna í júlí. Stefán Melsted, fyrrum eigandi staðarins, sagði í viðtali við blaðamann að hann væri búinn að selja reksturinn vegna þess að hann væri kominn í annað. Hann væri með nýjan veitingastað sem héti Kastrup og bætti svo við „ég hef alltaf verið meira í veitingstöðum, mér finnst það skemmtilegra.“ Í samtalinu við Stefán kom fram að Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Íslensku flatbökunnar og Indican, hefði keypt reksturinn. Reksturinn taki nokkrum breytingum Miðað við færslu sem Valgeir Gunnlaugsson birti inn á Facebook-hópinn „Vesturbærinn“ þann 29. apríl virðast kaupin hafi gengið í gegn fyrir þónokkru síðan, eða 3. maí. Í færslu Valgeirs greinir hann frá því að nýir rekstraraðilar séu að taka við staðnum og hann muni taka nokkrum breytingum. Einnig kemur fram í færslunni að verið sé að leita að pizzubökurum og fólki í afgreiðslu. Nú, einum og hálfum mánuði eftir söluna, virðist hins vegar eiga að leggja pizzareksturinn niður og í staðinn muni staðurinn Indican, sem selur indverskan mat, opna. Ekki náðist í Valgeir Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar. Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Átján tommu pítsan snýr aftur í Vesturbænum með pítseríu í anda New York Segja má að lítill hluti New York borgar sé við það að líta dagsins ljós við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur. Þar sem áður var ritfangaverslunin Úlfarsfell mun innan tíðar opna pítsería í anda New York borgar. 20. ágúst 2020 07:00 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Á Facebook-síðu Plútó Pizzu birtist í fyrradag, 16. júní, færsla um að staðurinn myndi loka eftir daginn í dag, 18. júní, og í kjölfarið hæfust framkvæmdir fyrir staðinn Indican sem myndi svo opna í júlí. Stefán Melsted, fyrrum eigandi staðarins, sagði í viðtali við blaðamann að hann væri búinn að selja reksturinn vegna þess að hann væri kominn í annað. Hann væri með nýjan veitingastað sem héti Kastrup og bætti svo við „ég hef alltaf verið meira í veitingstöðum, mér finnst það skemmtilegra.“ Í samtalinu við Stefán kom fram að Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Íslensku flatbökunnar og Indican, hefði keypt reksturinn. Reksturinn taki nokkrum breytingum Miðað við færslu sem Valgeir Gunnlaugsson birti inn á Facebook-hópinn „Vesturbærinn“ þann 29. apríl virðast kaupin hafi gengið í gegn fyrir þónokkru síðan, eða 3. maí. Í færslu Valgeirs greinir hann frá því að nýir rekstraraðilar séu að taka við staðnum og hann muni taka nokkrum breytingum. Einnig kemur fram í færslunni að verið sé að leita að pizzubökurum og fólki í afgreiðslu. Nú, einum og hálfum mánuði eftir söluna, virðist hins vegar eiga að leggja pizzareksturinn niður og í staðinn muni staðurinn Indican, sem selur indverskan mat, opna. Ekki náðist í Valgeir Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar.
Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Átján tommu pítsan snýr aftur í Vesturbænum með pítseríu í anda New York Segja má að lítill hluti New York borgar sé við það að líta dagsins ljós við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur. Þar sem áður var ritfangaverslunin Úlfarsfell mun innan tíðar opna pítsería í anda New York borgar. 20. ágúst 2020 07:00 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Átján tommu pítsan snýr aftur í Vesturbænum með pítseríu í anda New York Segja má að lítill hluti New York borgar sé við það að líta dagsins ljós við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur. Þar sem áður var ritfangaverslunin Úlfarsfell mun innan tíðar opna pítsería í anda New York borgar. 20. ágúst 2020 07:00