Tottenham hefur þegar samið við Yves Bissouma, Ivan Perisic og Fraser Forster og Sky Sports greinir frá því að félagið stefni að því að fá tvo leikmenn frá Everton.
BREAKING
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 27, 2022
Tottenham are targeting a package deal for Everton players Richarlison & Anthony Gordon pic.twitter.com/XClv5LrqUU
Þetta eru þeir Richarlison og Anthony Gordon. Sá fyrrnefndi var markahæsti leikmaður Everton á síðasta tímabili með ellefu mörk í öllum keppnum. Sá síðarnefndi lék alls fjörutíu leiki á síðasta tímabili og skoraði fjögur mörk.
Tottenham endaði í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og komst þar af leiðandi í Meistaradeild Evrópu. Antonio Conte tók við Spurs í byrjun nóvember eftir að Nuno Espírito Santo var sagt upp störfum.
Conte stýrði Spurs í 36 leikjum á síðasta tímabili. Liðið vann 21 leik, gerði fimm jafntefli og tapaði tíu leikjum.