Leikurinn við Holland er síðasti leikur Íslands á fyrra stigi undankeppni HM en bæði lið eru örugg áfram á seinna stigið, líkt og Ítalía, eftir að fjórða liðinu í riðlinum, Rússlandi, var vísað úr keppni.
Liðin taka hins vegar með sér öll stig úr fyrri hluta undankeppninnar yfir á seinna stigið, þar sem liðin þrjú blandast í riðil með þremur liðum til viðbótar og leika um þrjú laus sæti á HM. Þess vegna gæti sigur gegn Hollandi reynst gulls ígildi fyrir Ísland sem áður hefur unnið útisigur gegn Hollandi og heimasigur gegn Ítalíu í keppninni en tapað á útivelli gegn Ítalíu.
Stórt skarð er fyrir skildi hjá íslenska liðinu vegna meiðsla Martins Hermannssonar sem ekki kemur til með að spila meiri körfubolta á þessu ári.
Æfingahópur Íslands:
- Elvar Már Friðriksson · Derthona Basket, Ítalíu
- Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík
- Gunnar Ólafsson · Stjarnan
- Hilmar Smári Henningsson · Haukar
- Hilmar Pétursson · Breiðablik
- Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík
- Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland
- Kári Jónsson · Valur
- Kristinn Pálsson · Grindavík
- Ólafur Ólafsson · Grindavík
- Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan
- Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll
- Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA
- Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni
- Þórir G. Þorbjarnarsson · Landstede Hammers, Hollandi
- Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spáni
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson