Delphine Cascarino kom Frakklandi yfir á fimmtu mínútu og það var strax ljóst í hvað stefndi. Kadidiatou Diani bætti við öðru markinu á 11. mínutu.
Sandie Toletti skoraði svo þriðja markið, Marie-Antoinette Katoto það fjórða og Clara Mateo það fimmta á 33. mínútu leiksins. Diani bætti við sjötta markinu undir lok fyrir hálfleiks og staðan 6-0 í hálfleik.
Síðari hálfleikur var heldur rólegri, Aissatou Tounkara skoraði sjöunda mark Frakklands á 68. mínútu og þar við sat.
Lokatölur 7-0 og Frakklands mætir fullt sjálfstrausts inn í D-riðil Evrópumótsins. Þar mætir liðið Íslandi, Belgíu og Ítalíu.