Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. júlí 2022 16:30 Hikaru Nakamura hefur streymt skákum við miklar vinsældir síðustu ár. Miguel Pereira/Getty Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að. Hikaru Nakamura er 34 ára og er nú þegar langríkasti skákmaður veraldar. Auðævi hans eru metin á tæpar 50 milljónir Bandaríkjadala, andvirði tæplega 7 milljarða íslenskra króna. Það er því ekki verðlaunaféð sem laðar Nakamura að skákeinvíginu í Madrid, því verðlaunafé í skák eru hreinir smámunir í samanburði við auðævi hans. Til samanburðar má nefna að talið er að auðævi heimsmeistarans, Carlsens, nemi um 8 milljónum evra, sem losar rétt rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Covid gerði hann ríkan Nakamura hefur auðgast svona gríðarlega á tveimur síðustu árum, eða frá því að Covid-farsóttin læsti heimsbyggðina í greipum sér. Hann fékk þá hugmynd að fara að streyma skákum sem hann teflir við fólk um allan heim á YouTube. Hann teflir og talar og 1,3 milljónir áskrifenda fylgjast með. Hann er einnig afar vinsæll á Twitter, Facebook og Instagram og meðfram því sem hann teflir og talar, þá auglýsir hann hinn og þennan varninginn, til að mynda orkudrykki. Sló met Fischer Nakamura fæddist í Japan, en foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna þegar hann var tveggja ára. Skákhæfileikar hans komu fljótt í ljós og þegar hann var 15 ára varð hann yngsti stórmeistari í sögu Bandaríkjanna og sló þar með met Bobby Fischer, sem ávallt hefur verið talinn mesta undrabarn bandarískrar skáksögu. Hefðbundinni skólagöngu hans lauk þegar hann var níu ára og síðan hefur hann helgað sig skákinni og stundað heimanám undir handleiðslu foreldra sinna. Hann er fimmfaldur Bandaríkjameistari í skák. Sérhæfir sig í hraðskák Nakamura hefur hæst komist í 2. sæti á heimslistanum í skák, það var árið 2015, en sem stendur er hann í 11. sæti. Hann stendur mjög höllum fæti þegar skákir hans við Magnus Carlsen eru skoðaðar, hann hefur einungis einu sinni lagt hann að velli, tapað 14 sinnum og 26 sinnum hafa þeir gert jafntefli. Nakamura hefur sérhæft sig í örstuttum skákum, svokölluðum byssukúluskákum, þar sem hvor keppandi hefur eina mínútu í umhugsunartíma. Hann er efstur á þeim heimslista, en reyndar vilja margir skákáhugamenn meina að það sé ekki alvöru skák. Margir hafa líka efasemdir um hversu mikil alvara er að baki þátttöku Nakamura í áskorendamótinu í Madrid, eða hvort hann sé að nota það mót til þess að auglýsa sjálfan sig til þess að afla meiri tekna. Eða, eins og spænska blaðið El País spurði þegar mótið var hálfnað, getur einhver unnið svona gríðarlega sterkt mót sem er með hálfan hugann við það að skunda heim á hótel sem fyrst, til þess að brynja sig heyrnartólum og mús og verja nóttinni í að streyma hraðskákum. Skák Bandaríkin Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira
Hikaru Nakamura er 34 ára og er nú þegar langríkasti skákmaður veraldar. Auðævi hans eru metin á tæpar 50 milljónir Bandaríkjadala, andvirði tæplega 7 milljarða íslenskra króna. Það er því ekki verðlaunaféð sem laðar Nakamura að skákeinvíginu í Madrid, því verðlaunafé í skák eru hreinir smámunir í samanburði við auðævi hans. Til samanburðar má nefna að talið er að auðævi heimsmeistarans, Carlsens, nemi um 8 milljónum evra, sem losar rétt rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Covid gerði hann ríkan Nakamura hefur auðgast svona gríðarlega á tveimur síðustu árum, eða frá því að Covid-farsóttin læsti heimsbyggðina í greipum sér. Hann fékk þá hugmynd að fara að streyma skákum sem hann teflir við fólk um allan heim á YouTube. Hann teflir og talar og 1,3 milljónir áskrifenda fylgjast með. Hann er einnig afar vinsæll á Twitter, Facebook og Instagram og meðfram því sem hann teflir og talar, þá auglýsir hann hinn og þennan varninginn, til að mynda orkudrykki. Sló met Fischer Nakamura fæddist í Japan, en foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna þegar hann var tveggja ára. Skákhæfileikar hans komu fljótt í ljós og þegar hann var 15 ára varð hann yngsti stórmeistari í sögu Bandaríkjanna og sló þar með met Bobby Fischer, sem ávallt hefur verið talinn mesta undrabarn bandarískrar skáksögu. Hefðbundinni skólagöngu hans lauk þegar hann var níu ára og síðan hefur hann helgað sig skákinni og stundað heimanám undir handleiðslu foreldra sinna. Hann er fimmfaldur Bandaríkjameistari í skák. Sérhæfir sig í hraðskák Nakamura hefur hæst komist í 2. sæti á heimslistanum í skák, það var árið 2015, en sem stendur er hann í 11. sæti. Hann stendur mjög höllum fæti þegar skákir hans við Magnus Carlsen eru skoðaðar, hann hefur einungis einu sinni lagt hann að velli, tapað 14 sinnum og 26 sinnum hafa þeir gert jafntefli. Nakamura hefur sérhæft sig í örstuttum skákum, svokölluðum byssukúluskákum, þar sem hvor keppandi hefur eina mínútu í umhugsunartíma. Hann er efstur á þeim heimslista, en reyndar vilja margir skákáhugamenn meina að það sé ekki alvöru skák. Margir hafa líka efasemdir um hversu mikil alvara er að baki þátttöku Nakamura í áskorendamótinu í Madrid, eða hvort hann sé að nota það mót til þess að auglýsa sjálfan sig til þess að afla meiri tekna. Eða, eins og spænska blaðið El País spurði þegar mótið var hálfnað, getur einhver unnið svona gríðarlega sterkt mót sem er með hálfan hugann við það að skunda heim á hótel sem fyrst, til þess að brynja sig heyrnartólum og mús og verja nóttinni í að streyma hraðskákum.
Skák Bandaríkin Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira