„Grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 12:31 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Stöð 2 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var í viðtali á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambands Íslands en íslenska liðið er nú á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst þann 6. júlí næstkomandi. „Manni fannst strax eftir leik að seinni hálfleikurinn hafi verið góður og fyrri hálfleikurinn slakur, þannig í grunninn,“ sagði Þorsteinn um vináttulandsleik Íslands og Póllands. Hann hélt svo áfram. „Eftir að horfa á leikinn aftur þá horfir maður miklu jákvæðari augum á fyrri hálfleikinn. Það voru alveg mikið af möguleikum til að búa til dauðafæri, vorum náttúrulega að fá einhver færi en fengum fullt af góðum sénsum til að skapa meira og það var margt jákvætt í fyrri hálfleik líka. Sérstaklega fyrri helmingnum af honum.“ „Auðvitað kom kafli um miðbik og seinni parts fyrri hálfleiks sem var ekkert sérstakur en alls ekki slakur hálfleikur. Ég lít jákvæðum augum á Póllands leikinn að flest öllu leyti.“ Íslenska liðið er nú statt í Þýskalandi. Þorsteinn var spurður út í hverju væri verið að vinan í á þessum síðustu dögum áður en haldið verður til Englands. „Halda áfram að vinna í sóknar- og varnarleik, erum að fara meira yfir í taktíska hluti, skerpa á liðinu og gera okkur klárar fyrir England.“ „Aðstæður eru virkilega góðar, það er mjög heitt. Flott æfingasvæði, fínt hótel og mjög þægilegt að vera hérna. Okkur líður bara vel og ég held að það sé gott fyrir að kúpla okkur aðeins út og svo mætum við fersk til Englands eftir nokkra daga.“ "Í grunninn, til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, og það er raunverulega bara grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik og sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu" - Þorsteinn H. Halldórsson þjálfari A landsliðs kvenna. pic.twitter.com/DEjWrqTyKQ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 3, 2022 Að endingu var Þorsteinn spurður út í markmið Íslands á mótinu. „Í grunninn er markmiðið bara að vinna leik, ef við vinnum leik þá er allt hægt. Í fyrsta lagi þurfum við bara að mæta í fyrsta leik og reyna vinna hann, svo er næsti leikur og við þurfum að reyna vinna hann. Svo gengur þetta koll af kolli svoleiðis.“ Í grunninn til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, það er raunverulega grunnmarkmiðið, að byrja á að vinna einn fótboltaleik. Sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu, hvað við getum gert eftir það.“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Sjá meira
„Manni fannst strax eftir leik að seinni hálfleikurinn hafi verið góður og fyrri hálfleikurinn slakur, þannig í grunninn,“ sagði Þorsteinn um vináttulandsleik Íslands og Póllands. Hann hélt svo áfram. „Eftir að horfa á leikinn aftur þá horfir maður miklu jákvæðari augum á fyrri hálfleikinn. Það voru alveg mikið af möguleikum til að búa til dauðafæri, vorum náttúrulega að fá einhver færi en fengum fullt af góðum sénsum til að skapa meira og það var margt jákvætt í fyrri hálfleik líka. Sérstaklega fyrri helmingnum af honum.“ „Auðvitað kom kafli um miðbik og seinni parts fyrri hálfleiks sem var ekkert sérstakur en alls ekki slakur hálfleikur. Ég lít jákvæðum augum á Póllands leikinn að flest öllu leyti.“ Íslenska liðið er nú statt í Þýskalandi. Þorsteinn var spurður út í hverju væri verið að vinan í á þessum síðustu dögum áður en haldið verður til Englands. „Halda áfram að vinna í sóknar- og varnarleik, erum að fara meira yfir í taktíska hluti, skerpa á liðinu og gera okkur klárar fyrir England.“ „Aðstæður eru virkilega góðar, það er mjög heitt. Flott æfingasvæði, fínt hótel og mjög þægilegt að vera hérna. Okkur líður bara vel og ég held að það sé gott fyrir að kúpla okkur aðeins út og svo mætum við fersk til Englands eftir nokkra daga.“ "Í grunninn, til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, og það er raunverulega bara grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik og sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu" - Þorsteinn H. Halldórsson þjálfari A landsliðs kvenna. pic.twitter.com/DEjWrqTyKQ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 3, 2022 Að endingu var Þorsteinn spurður út í markmið Íslands á mótinu. „Í grunninn er markmiðið bara að vinna leik, ef við vinnum leik þá er allt hægt. Í fyrsta lagi þurfum við bara að mæta í fyrsta leik og reyna vinna hann, svo er næsti leikur og við þurfum að reyna vinna hann. Svo gengur þetta koll af kolli svoleiðis.“ Í grunninn til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, það er raunverulega grunnmarkmiðið, að byrja á að vinna einn fótboltaleik. Sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu, hvað við getum gert eftir það.“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Sjá meira