Þessir þurfa að sanna sig upp á nýtt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2022 09:01 Þessir fjórir eru á níu manna lista BBC yfir leikmenn sem þurfa að rífa sig í gang. EPA Stærstu knattspyrnufélög Evrópu eru byrjuð að æfa fyrir komandi leiktíð. Þó nokkur félagaskipti hafa vakið athygli en mögulega eru það helst leikmenn sem eiga enn eftir að staðfesta hvar þeir spila á komandi tímabili sem hafa mest að sanna. Á vef breska ríkisútvarpsins eru nokkrir leikmenn nefndir sem þurfa nauðsynlega að minna umheiminn á hvað þeir geta gert inn á knattspyrnuvellinum. Mikil Manchester United slagsíða er í listanum en alls eru níu leikmenn nefndir til sögunnar. Paul Pogba Paul Pogba lék með Manchester United á síðustu leiktíð.EPA-EFE/PETER POWELL Það er talið niður í endurkomu Pogba til Juventus þar sem hann gerði garðinn frægan. Lék hann nægilega vel á Ítalíu til að Man United át sokkinn sinn og keypti hann á metfé. Sýndi við og við hversu ótrúlega hæfileikaríkur hann er en náði aldrei þeim hæðum sem til var ætlast á Old Trafford. Dele Alli Dele Alli í leiknum fræga á EM 2016.Dan Mullan/Getty Images Skaust upp á stjörnuhimininn er Mauricio Pochettino stýrði Tottenham Hotspur. Tengdi einstaklega vel við Harry Kane og var með betri framherjum Englands um tíma. Allt stefndi í að hann yrði lykilmaður hjá Tottenham og enska landsliðinu en allt kom fyrir ekki. Gat lítið sem ekkert undir lokin hjá Tottenham og var seldur til Everton fyrir síðasta tímabil þar sem hann gat heldur ekki neitt. Donny van de Beek Donny í leik með Everton.EPA-EFE/ANDREW YATES Fékk ákveðna líflínu þegar Erik ten Hag var ráðinn þjálfari Man United en Van De Beek lék undir hans stjórn hjá Ajax. Þá var hann með betri miðjumönnum Evrópu en hjá Man Utd virtist enginn vita hvernig ætti að ná því besta úr Hollendingnum. Spilaði með Everton á láni á síðustu leiktíð en gerði lítið. Fær nú að öllum líkindum eitt lokatækifæri til að sýna hvað hann getur í ensku úrvalsdeildinni. Billy Gilmour Billy Gilmour í leik með Skotlandi á EM 2020.Shaun Botterill/Getty Images Ungur og efnilegur miðjumaður sem talið var að yrði lykilmaður hjá Skotlandi og vonandi Chelsea. Spilaði sem lánsmaður með Norwich City er liðið skítféll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Það sem meira er, Gilmour spilaði aðeins 60 prósent leikja liðsins. Romelu Lukaku Romelu Lukaku nennti lítið að vera hjá Chelsea.Simon Stacpoole/Getty Images Var með betri framherjum Evrópu hjá Inter Milan. Var keyptur til Chelsea (á nýjan leik) fyrir hartnær 100 milljónir punda en gat bókstaflega ekki neitt. Var farinn að daðra við Inter nánast er hann lenti í Lundúnum og var svo lánaður til Ítalíu nýverið. Marcus Rashford Marcus Rashford var einn þeirra leikmanna sem brenndi af vítaspyrnu í úrslitaleik EM 2020.EPA-EFE/Frank Augstein Átti ekki sitt besta tímabil í fyrra eftir að hafa misst af undirbúningstímabilinu þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð. Hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin ár en alltaf spilað í gegnum þau. Virðist loks hafa náð góðu sumarfríi og heilu undirbúningstímabili sem ætti að gefa gott veganesti inn í komandi leiktíð. Þarf á því að halda þar sem hann er dottinn út úr enska landsliðinu og orðinn varamaður hjá Man United. Dean Henderson Dean Henderson á æfingu með enska landsliðinu.Eddie Keogh/Getty Images Enn einn Man United leikmaðurinn. Markvörðurinn var lánaður til nýliða Nottingham Forest en eftir að hafa verið um tíma aðalmarkvörður Man Utd þá hefur hallað undan fæti. Meiðsli, Covid-19 og fleira þýddi að Henderson missti stöðu sína hjá Man Utd til David De Gea og þá datt hann út úr enska landsliðinu. Fær nú tækifæri til að sýna hvað í sér býr en reikna má með að það verði nóg að gera hjá Forest í vetur. Aleksandar Mitrović Aleksandar Mitrović skoraði og skoraði í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð.Alex Davidson/Getty Images Serbneskur framherji sem raðaði inn mörkum með Fulham í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. Hefur leikið með Fulham í dágóða stund og virðist kunna vel við sig í B-deildinni en skoraði aðeins þrjú mörk með Fulham er liðið féll úr úrvalsdeildinni tímabilið 2020/2021. Þarf að gera betur ef Fulham ætlar að eiga möguleika á að halda sæti sínu. Jesse Lingard Það virðist enginn vita hvar Jesse Lingard endar.EPA-EFE/PETER POWELL Hefur verið að því virðist í einangrun undanfarin misseri. Spilaði frábærlega með West Ham United er hann var lánaður þangað á þar síðustu leiktíð. Var lofað spiltíma hjá Man Utd á síðustu leiktíð en fékk lítið að spreyta sig. Var svo kominn í fýlu undir lok tímabils og lét Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, Lingard heyra það fyrir slakt hugarfar. Er samningslaus í dag og enn alls óvíst hvar hann endar. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Á vef breska ríkisútvarpsins eru nokkrir leikmenn nefndir sem þurfa nauðsynlega að minna umheiminn á hvað þeir geta gert inn á knattspyrnuvellinum. Mikil Manchester United slagsíða er í listanum en alls eru níu leikmenn nefndir til sögunnar. Paul Pogba Paul Pogba lék með Manchester United á síðustu leiktíð.EPA-EFE/PETER POWELL Það er talið niður í endurkomu Pogba til Juventus þar sem hann gerði garðinn frægan. Lék hann nægilega vel á Ítalíu til að Man United át sokkinn sinn og keypti hann á metfé. Sýndi við og við hversu ótrúlega hæfileikaríkur hann er en náði aldrei þeim hæðum sem til var ætlast á Old Trafford. Dele Alli Dele Alli í leiknum fræga á EM 2016.Dan Mullan/Getty Images Skaust upp á stjörnuhimininn er Mauricio Pochettino stýrði Tottenham Hotspur. Tengdi einstaklega vel við Harry Kane og var með betri framherjum Englands um tíma. Allt stefndi í að hann yrði lykilmaður hjá Tottenham og enska landsliðinu en allt kom fyrir ekki. Gat lítið sem ekkert undir lokin hjá Tottenham og var seldur til Everton fyrir síðasta tímabil þar sem hann gat heldur ekki neitt. Donny van de Beek Donny í leik með Everton.EPA-EFE/ANDREW YATES Fékk ákveðna líflínu þegar Erik ten Hag var ráðinn þjálfari Man United en Van De Beek lék undir hans stjórn hjá Ajax. Þá var hann með betri miðjumönnum Evrópu en hjá Man Utd virtist enginn vita hvernig ætti að ná því besta úr Hollendingnum. Spilaði með Everton á láni á síðustu leiktíð en gerði lítið. Fær nú að öllum líkindum eitt lokatækifæri til að sýna hvað hann getur í ensku úrvalsdeildinni. Billy Gilmour Billy Gilmour í leik með Skotlandi á EM 2020.Shaun Botterill/Getty Images Ungur og efnilegur miðjumaður sem talið var að yrði lykilmaður hjá Skotlandi og vonandi Chelsea. Spilaði sem lánsmaður með Norwich City er liðið skítféll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Það sem meira er, Gilmour spilaði aðeins 60 prósent leikja liðsins. Romelu Lukaku Romelu Lukaku nennti lítið að vera hjá Chelsea.Simon Stacpoole/Getty Images Var með betri framherjum Evrópu hjá Inter Milan. Var keyptur til Chelsea (á nýjan leik) fyrir hartnær 100 milljónir punda en gat bókstaflega ekki neitt. Var farinn að daðra við Inter nánast er hann lenti í Lundúnum og var svo lánaður til Ítalíu nýverið. Marcus Rashford Marcus Rashford var einn þeirra leikmanna sem brenndi af vítaspyrnu í úrslitaleik EM 2020.EPA-EFE/Frank Augstein Átti ekki sitt besta tímabil í fyrra eftir að hafa misst af undirbúningstímabilinu þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð. Hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin ár en alltaf spilað í gegnum þau. Virðist loks hafa náð góðu sumarfríi og heilu undirbúningstímabili sem ætti að gefa gott veganesti inn í komandi leiktíð. Þarf á því að halda þar sem hann er dottinn út úr enska landsliðinu og orðinn varamaður hjá Man United. Dean Henderson Dean Henderson á æfingu með enska landsliðinu.Eddie Keogh/Getty Images Enn einn Man United leikmaðurinn. Markvörðurinn var lánaður til nýliða Nottingham Forest en eftir að hafa verið um tíma aðalmarkvörður Man Utd þá hefur hallað undan fæti. Meiðsli, Covid-19 og fleira þýddi að Henderson missti stöðu sína hjá Man Utd til David De Gea og þá datt hann út úr enska landsliðinu. Fær nú tækifæri til að sýna hvað í sér býr en reikna má með að það verði nóg að gera hjá Forest í vetur. Aleksandar Mitrović Aleksandar Mitrović skoraði og skoraði í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð.Alex Davidson/Getty Images Serbneskur framherji sem raðaði inn mörkum með Fulham í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. Hefur leikið með Fulham í dágóða stund og virðist kunna vel við sig í B-deildinni en skoraði aðeins þrjú mörk með Fulham er liðið féll úr úrvalsdeildinni tímabilið 2020/2021. Þarf að gera betur ef Fulham ætlar að eiga möguleika á að halda sæti sínu. Jesse Lingard Það virðist enginn vita hvar Jesse Lingard endar.EPA-EFE/PETER POWELL Hefur verið að því virðist í einangrun undanfarin misseri. Spilaði frábærlega með West Ham United er hann var lánaður þangað á þar síðustu leiktíð. Var lofað spiltíma hjá Man Utd á síðustu leiktíð en fékk lítið að spreyta sig. Var svo kominn í fýlu undir lok tímabils og lét Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, Lingard heyra það fyrir slakt hugarfar. Er samningslaus í dag og enn alls óvíst hvar hann endar.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira