Fótbolti

Carragher veiktist í beinni út­sendingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jamie Carragher þurfti frá að hverfa í umfjöllun CBS um Meistaradeild Evrópu í gær.
Jamie Carragher þurfti frá að hverfa í umfjöllun CBS um Meistaradeild Evrópu í gær. afp/PETER POWELL

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, þurfti að yfirgefa beina útsendingu CBS frá Meistaradeild Evrópu í gær vegna veikinda.

Carragher var á Anfield í fyrradag og sá sitt gamla lið falla úr leik fyrir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hann var mættur aftur í myndver CBS í gær ásamt Kate Scott, Thierry Henry og Micah Richards og hitaði upp fyrir leiki kvöldsins.

Carragher var hins vegar hvergi sjáanlegur þegar þau fóru aftur í loftið í hálfleik. Scott greindi frá því að gamli varnarjaxlinn hefði veikst og þurft frá að hverfa.

Seinna um kvöldið greindi Carragher frá því á Instagram að hann væri að koma til.

„Líður betur núna og var bara að kanna hvort teymið gæti verið án mín,“ skrifaði Carragher í léttum dúr.

Borussia Dortmund, Arsenal, Aston Villa og Real Madrid tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×