Nýjasta dæmið er Brian Brobbey, tvítugur öflugur framherji sem ólst upp hjá Ajax og var seldur til RB Leipzig árið 2021.
Brobbey lék svo sem lánsmaður hjá Ajax á síðasta keppnistímabili og skoraði sjö mörk í þeim 11 deildarleikjum sem hann spilaði.
Erik ten Hag hefur fest kaup á einum leikmanni í sumar en það er hollenski bakvörðuinn Tyrell Malacia sem kom frá Feyenoord.
Þá er talið að Christian Eriksen verði kynntur til leiks á Old Trafford innan tíðar.
Óvissa er um framtíð Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og því eru Brobbey og aðrir framherjar nefndir til sögunnar sem mögulegar skotskífur félagsins.