Mamma Gunnhildar Yrsu hrædd um að brenna á skallanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 11:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdótir á sitt fólk í stúkunni. Hér eru frá vinstri: Jón Sæmundsson, Elfur Fríða Jónsdóttir, Ýr Sigurðardóttir og Ilmur Jónsdóttir þegar þau hittu ljósmyndara á stuðningsmannasvæðinu í Manchester. Vísir/Vilhelm Það fer ekki fram hjá neinum þegar Ýr Sigurðardóttir læknir, móðir landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, mætir á svæðið á þessu Evrópumóti. Ýr er með mjög sérstaka og áberandi klippingu og klippingu sem var sérvalin í tilefni af Evrópumótinu í Englandi. Ýr segist ekki fá mikinn frítíma, enda í mjög krefjandi starfi og hún er því mætt til Englands til að njóta frísins og sjá dóttur sína hjálpa íslenska landsliðinu á ná sem lengst á mótinu. Já ég vek aðeins athygli „Já ég vek aðeins athygli enda er þetta til þess gert,“ sagði Ýr Sigurðardóttir létt. „Við komum reyndar bara frá Íslandi og vorum bara í Manchester vélinni. Þetta er bara frábært,“ sagði Ýr en hún vinnur líka mikið í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm „Ég er svona fram og til baka. Ég er talsvert á Íslandi og er líka á barnaspítalanum,“ sagði Ýr. Stemmningin í Englandi hefur verið frábær. „Mér finnst hún alveg ótrúlega flott og það er gaman að fylgjast með liðinu og unga fólkinu. Þetta er bara æðislegt,“ sagði Ýr. Það kom fljótt í ljós að hún var búin að eignast fótboltastelpu. „Við fluttum til Ameríku og hún byrjaði í boltanum. Það var mjög fljótlega farið að velja hana í úrvalslið í barnaboltanum í Ameríku. Maður vissi að hún væri mjög efnileg,“ sagði Ýr um dóttur sína Gunnhildi. Gunnhildur Yrsa var fyrirliði liðsins í forföllum Söru Bjarka Gunnarsdóttur. „Einhver var að taka við,“ sagði Ýr en rétt fyrir EM sneri Sara Björk til baka og Gunnhildur horfði eftir fyrirliðabandinu til hennar. „Ég held að það hafi í rauninni ekki verið tekið af henni. Ég held að þetta hafi bara verið eðlilegt. Sara þurfti bara að bregða sér frá í annað,“ sagði Ýr brosandi. Leiðtogi alveg sama hvar hún er „Hún er öllu vön og ég held að hún sé leiðtogi alveg sama hvar hún er. Hún er líka leiðtogi fyrir systkinin sín og á hún nú nokkuð mörg. Ég held að þetta hafi ekki skipt hana nokkru máli,“ sagði Ýr. Gunnhildur spilar í bandarísku deildinni með Orlando Pride og það kann mamma hennar vel að meta. „Hún er í Orlando og við erum þar líka. Ég sagði það við hana þegar hún fór til Utah að hún ætti að vera í Orlando frekar. Ég var mjög glöð þegar hún flutti sig um set,“ sagði Ýr. Hún hefur áður verið á Evrópumóti kvenna. „Við fórum á EM síðast. Ég fór ekki á HM en var í Ameríku og gerði hárið á mér fyrir HM þegar karlalið Íslands fór á HM. Þá var ég í Ameríku með hárið svona,“ sagði Ýr. Meira mál að fá svona klippingu á Íslandi „Það var ekkert mál að láta klippa mig svona í Bandaríkjunum en ekki heima á Íslandi þegar ég bað einhvern um að gera þetta eins. Þá þurfti ég að finna Ómar hárgreiðslunema á Greiðunni. Hann loksins sagði: Ég gerði það. Hann gerði þetta fríhendis,“ sagði Ýr. Það er smá áhætta tekin með slíkri klippingu á sólríkum dögum eins og hafa verið hér í Englandi. „Ég er ansi hrædd um að brenna á skallanum en það eru margir búnir að taka mynd,“ sagði Ýr. „Ég var reyndar búin að safna hári í fjögur ár en það ferlega eitthvað lufsulegt þannig að það var gott að það fór,“ sagði Ýr og hún hefur trú á íslenska liðinu á mótinu. „Þetta er æðislegt og ég er loksins komin í frí. Ég vinn mjög mikið og ætla svo að njóta tímans hér,“ sagði Ýr að lokum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Ýr er með mjög sérstaka og áberandi klippingu og klippingu sem var sérvalin í tilefni af Evrópumótinu í Englandi. Ýr segist ekki fá mikinn frítíma, enda í mjög krefjandi starfi og hún er því mætt til Englands til að njóta frísins og sjá dóttur sína hjálpa íslenska landsliðinu á ná sem lengst á mótinu. Já ég vek aðeins athygli „Já ég vek aðeins athygli enda er þetta til þess gert,“ sagði Ýr Sigurðardóttir létt. „Við komum reyndar bara frá Íslandi og vorum bara í Manchester vélinni. Þetta er bara frábært,“ sagði Ýr en hún vinnur líka mikið í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm „Ég er svona fram og til baka. Ég er talsvert á Íslandi og er líka á barnaspítalanum,“ sagði Ýr. Stemmningin í Englandi hefur verið frábær. „Mér finnst hún alveg ótrúlega flott og það er gaman að fylgjast með liðinu og unga fólkinu. Þetta er bara æðislegt,“ sagði Ýr. Það kom fljótt í ljós að hún var búin að eignast fótboltastelpu. „Við fluttum til Ameríku og hún byrjaði í boltanum. Það var mjög fljótlega farið að velja hana í úrvalslið í barnaboltanum í Ameríku. Maður vissi að hún væri mjög efnileg,“ sagði Ýr um dóttur sína Gunnhildi. Gunnhildur Yrsa var fyrirliði liðsins í forföllum Söru Bjarka Gunnarsdóttur. „Einhver var að taka við,“ sagði Ýr en rétt fyrir EM sneri Sara Björk til baka og Gunnhildur horfði eftir fyrirliðabandinu til hennar. „Ég held að það hafi í rauninni ekki verið tekið af henni. Ég held að þetta hafi bara verið eðlilegt. Sara þurfti bara að bregða sér frá í annað,“ sagði Ýr brosandi. Leiðtogi alveg sama hvar hún er „Hún er öllu vön og ég held að hún sé leiðtogi alveg sama hvar hún er. Hún er líka leiðtogi fyrir systkinin sín og á hún nú nokkuð mörg. Ég held að þetta hafi ekki skipt hana nokkru máli,“ sagði Ýr. Gunnhildur spilar í bandarísku deildinni með Orlando Pride og það kann mamma hennar vel að meta. „Hún er í Orlando og við erum þar líka. Ég sagði það við hana þegar hún fór til Utah að hún ætti að vera í Orlando frekar. Ég var mjög glöð þegar hún flutti sig um set,“ sagði Ýr. Hún hefur áður verið á Evrópumóti kvenna. „Við fórum á EM síðast. Ég fór ekki á HM en var í Ameríku og gerði hárið á mér fyrir HM þegar karlalið Íslands fór á HM. Þá var ég í Ameríku með hárið svona,“ sagði Ýr. Meira mál að fá svona klippingu á Íslandi „Það var ekkert mál að láta klippa mig svona í Bandaríkjunum en ekki heima á Íslandi þegar ég bað einhvern um að gera þetta eins. Þá þurfti ég að finna Ómar hárgreiðslunema á Greiðunni. Hann loksins sagði: Ég gerði það. Hann gerði þetta fríhendis,“ sagði Ýr. Það er smá áhætta tekin með slíkri klippingu á sólríkum dögum eins og hafa verið hér í Englandi. „Ég er ansi hrædd um að brenna á skallanum en það eru margir búnir að taka mynd,“ sagði Ýr. „Ég var reyndar búin að safna hári í fjögur ár en það ferlega eitthvað lufsulegt þannig að það var gott að það fór,“ sagði Ýr og hún hefur trú á íslenska liðinu á mótinu. „Þetta er æðislegt og ég er loksins komin í frí. Ég vinn mjög mikið og ætla svo að njóta tímans hér,“ sagði Ýr að lokum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira