Það er fotbolti.net sem greinir frá þessu.
Gylfi Þór hefur verið rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester síðan í júlí á síðasta ári vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.
Hann er enn í farbanni en búist er við niðurstöðu í máli hans innan tíðar. Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því að mál hans verði mögulega tekið fyrir hjá breskum dómstólum í þessari viku.
Þessi 32 ára gamli miðvallarleikmaður rann út á samningi hjá Everton um síðustu mánaðamót en hann er því án félags eins og sakir standa.