Sara Björk: Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina Árni Jóhannsson skrifar 14. júlí 2022 19:44 Sara Björk dúndrar boltanum í leiknum við Ítali í dag Vísir/Vilhelm Gunnarsson Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var að vonum ekki ánægð með úrslit leiksins þó það sé jákvætt að liðið sé taplaust þegar hér er komið við sögu á EM í fótbolta. Sara hefur átt betri leiki í búning íslenska liðsins en var brött fyrir komandi verkefni þrátt fyrir 1-1 jafnteflið á móti Ítalíu. „Það sem er jákvætt er að við erum taplausar á mótinu en við hefðum viljað vinna báða leikina. Við áttum nokkur dauðafæri í dag til að klára leikinn en heilt yfir þá var þetta nokkuð jafn leikur. Á ákveðnum tímapunkti þá fannst mér við taka leikinn yfir og svo fannst mér Ítalía koma sterkar og taka yfir leikinn“, sagði Sara þegar hún var spurð um fyrstu viðbrögð og hélt svo áfram. „Við lágum djúpt á vellinum og þær voru hættulegar en sköpuðu ekki eins mörg dauðafæri og við til að klára leikinn. Við skoruðum snemma og fengum sjálfstraust. Ég á eftir að fara betur yfir þetta eins og liðið en þetta var ótrúlega kaflaskipt. Auðvitað svekkjandi. Við vonum að Frakkar vinni Belgíu í kvöld og svo verðum við bara að vinna Frakkland.“ Sara var þá spurð að því hvað íslenska liðið hefði þurft að gera betur í leik sínum „Þetta var svolítið stöngin út hjá okkur. Það skiptir máli að nýta þessi dauðafæri sem við fáum en svo verðum við að vera aðeins rólegri á boltann. Við erum með meiri tíma á boltanum en við höldum og við erum það góðar fótboltakonur að við getum haldið í boltann og haft tíma. Finna gagnstætt svæði, halda boltanum og láta þær þreytast. Við þurfum ekki alltaf að fara í langa bolta og fleiri hluti sem við þurfum að fara yfir.“ Miðjusvæðið náði ekki alltaf að tengja vörn og sókn í dag. Þá var erfitt að halda boltanum eins og Sara kom inn á og sendingar liðsins voru ekki góðar. Sara var spurð að því hvort þreyta hafi verið komin í liðið. „Það var auðvitað komin þreyta. Erfiður leikur en varamennirnir gerðu ótrúlega vel og komu ferskar inn og gefa leiknum rosalega mikið. Það hefði mátt tengja aðeins meira á milli varnar og miðju og skipta boltanum á milli kantanna. Við sóttum hinsvegar í löngu boltana eins og við eigum til en erum nógu góðar í fótbolta til að halda boltanum.“ Sara var tekin útaf á 77. mín. og virtist vita af því inn á vellinum og var spurð að því hvort hún hafi beðið um skiptinguna. „Nei ég vissi ekki af því. Steini ákveður skiptingarnar. Ég gerði mitt í dag og kláraði mig en eins og ég segi þá komu varamennirnir ferskir inn á og gerðu vel.“ Hvað það íslenska liðið að gera til að vinna Frakka á mánudaginn? „Við þurfum bara að eiga okkar besta dag. Við þurfum að eiga augnablikin þar sem við erum að klára færin okkar. Við þurfum að vera sterkar í föstum leikatriðum og nýta alla glugga sem hægt er að nýta. Eiga topp dag. Við ætlum að gera það. Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina, það er möguleiki.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Það sem er jákvætt er að við erum taplausar á mótinu en við hefðum viljað vinna báða leikina. Við áttum nokkur dauðafæri í dag til að klára leikinn en heilt yfir þá var þetta nokkuð jafn leikur. Á ákveðnum tímapunkti þá fannst mér við taka leikinn yfir og svo fannst mér Ítalía koma sterkar og taka yfir leikinn“, sagði Sara þegar hún var spurð um fyrstu viðbrögð og hélt svo áfram. „Við lágum djúpt á vellinum og þær voru hættulegar en sköpuðu ekki eins mörg dauðafæri og við til að klára leikinn. Við skoruðum snemma og fengum sjálfstraust. Ég á eftir að fara betur yfir þetta eins og liðið en þetta var ótrúlega kaflaskipt. Auðvitað svekkjandi. Við vonum að Frakkar vinni Belgíu í kvöld og svo verðum við bara að vinna Frakkland.“ Sara var þá spurð að því hvað íslenska liðið hefði þurft að gera betur í leik sínum „Þetta var svolítið stöngin út hjá okkur. Það skiptir máli að nýta þessi dauðafæri sem við fáum en svo verðum við að vera aðeins rólegri á boltann. Við erum með meiri tíma á boltanum en við höldum og við erum það góðar fótboltakonur að við getum haldið í boltann og haft tíma. Finna gagnstætt svæði, halda boltanum og láta þær þreytast. Við þurfum ekki alltaf að fara í langa bolta og fleiri hluti sem við þurfum að fara yfir.“ Miðjusvæðið náði ekki alltaf að tengja vörn og sókn í dag. Þá var erfitt að halda boltanum eins og Sara kom inn á og sendingar liðsins voru ekki góðar. Sara var spurð að því hvort þreyta hafi verið komin í liðið. „Það var auðvitað komin þreyta. Erfiður leikur en varamennirnir gerðu ótrúlega vel og komu ferskar inn og gefa leiknum rosalega mikið. Það hefði mátt tengja aðeins meira á milli varnar og miðju og skipta boltanum á milli kantanna. Við sóttum hinsvegar í löngu boltana eins og við eigum til en erum nógu góðar í fótbolta til að halda boltanum.“ Sara var tekin útaf á 77. mín. og virtist vita af því inn á vellinum og var spurð að því hvort hún hafi beðið um skiptinguna. „Nei ég vissi ekki af því. Steini ákveður skiptingarnar. Ég gerði mitt í dag og kláraði mig en eins og ég segi þá komu varamennirnir ferskir inn á og gerðu vel.“ Hvað það íslenska liðið að gera til að vinna Frakka á mánudaginn? „Við þurfum bara að eiga okkar besta dag. Við þurfum að eiga augnablikin þar sem við erum að klára færin okkar. Við þurfum að vera sterkar í föstum leikatriðum og nýta alla glugga sem hægt er að nýta. Eiga topp dag. Við ætlum að gera það. Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina, það er möguleiki.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20
Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15