Katoto var í byrjunarliði Frakka gegn Belgum í gær, en þurfti að fara af velli eftir rétt rúman stundarfjórðung vegna meiðsla sinna. Hún sást kæla hnéð á varamannabekknum í fyrri hálfleik, en hoppaði um hliðarlínuna á hækjum í síðari hálfleik.
Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir franska liðið, en Katoto hefur skorað 26 mörk í 32 landsleikjum.
Marie-Antoinette Katoto is rumoured to have suffered a serious knee injury which will keep her out of the rest of @WEURO2022 😔 pic.twitter.com/2N2Z4T8FSj
— DAZN Football (@DAZNFootball) July 15, 2022
Frakkar eru mótherjar Íslands í lokaleik D-riðils sem fram fer á mánudaginn. Franska liðið verður þar án framherjans sem hefur skorað eitt mark í fyrstu tveim leikjum mótsins.
Frakkar hafa nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum, og þar með sæti í átta liða úrslitum, en leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið.