„Við bjuggumst aldrei við þessu“ Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 08:00 Brynja Scheving, móðir Auðar Sveinbjörnsdóttur Scheving, sést hér á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester. Vísir/Vilhelm Svava Kristín Grétarsdóttir spjallaði við Brynju Scheving, móðir Auðar Sveinbjörnsdóttur Scheving, á stuðningsmannsvæði Íslands í Englandi. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Auður fór ásamt fjölskyldu sinni til Englands að fylgjast með stelpunum okkar spila á EM en ferðin tók óvænta stefnubreytingu þegar Auður varð skyndilega orðinn hluti af sjálfum landsliðshópnum stuttu eftir komuna til Englands. Auður er markvörður sem spilar með Aftureldingu í Bestu-deildinni, á láni frá Val. „Við komum hingað saman og ætluðum að vera 10 saman í húsi. Við erum nýlent inn um dyrnar þegar Auður fær símtal,“ sagði Brynja en í því símtali fékk Auður að vita að búið væri að kalla hana upp inn í landsliðshópinn í staðinn fyrir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik mótsins gegn Belgíu. „Þetta var bara gæsahúð,“ bætti Brynja við. „Hún átti að vera hliðina á mér í stúkunni en hún verður þarna einhvers staðar á varamannabekknum. Við bjuggumst aldrei við þessu en svona er boltinn.“ Auður mætti til Englands sem áhorfandi en ekki leikmaður og var því vissulega ekki með réttan búnað til knattspyrnuiðkunar meðferðis. Það þurfti því í flýti að redda markmannshönskum, takkaskóm og öðru þvíumlíkt fyrir Auði. „Ég skilaði henni niður á hótel hjá KSÍ og þau sáu um þetta en svo voru líka einhverjar græjur sendar að heiman.“ Brynja finnur vissulega til með Cecilíu Rán sem missir af sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu en eins og gamla klisjan segir, þá kemur alltaf maður í manns stað. „Það eru bara forréttindi fyrir hana að fá að upplifa þetta ævintýri,“ sagði Brynja að lokum. Klippa: Dóttirin endaði óvænt í landsliðshópnum EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Mikil vonbrigði fyrir Ceciliu Rán Cecilia Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er fingurbrotin og leikur þar af leiðandi ekki með íslenska liðinu á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi þessa dagana. 9. júlí 2022 12:57 Berst fyrir EM-sætinu í Mosó Nýliðar Aftureldingar sóttu sér mikinn liðsstyrk á lokadögum félagaskiptagluggans, úr toppliðum landsins, og mæta með sterkari hóp í næstu leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta. 12. maí 2022 16:32 Mætti sem áhorfandi á EM en breyttist í skyndi í leikmann íslenska landsliðsins Það kemur alltaf leikmaður í stað þeirra sem detta út. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving fékk því tækifærið þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði á æfingu fyrir helgi. Evrópumótið var því búið hjá Cecilíu áður en það byrjaði. 11. júlí 2022 22:30 Cecilía áfram hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir áfallið Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ungi markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik á EM var fljót til baka til Crewe eftir aðgerðina í Þýskalandi. 15. júlí 2022 23:31 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Auður fór ásamt fjölskyldu sinni til Englands að fylgjast með stelpunum okkar spila á EM en ferðin tók óvænta stefnubreytingu þegar Auður varð skyndilega orðinn hluti af sjálfum landsliðshópnum stuttu eftir komuna til Englands. Auður er markvörður sem spilar með Aftureldingu í Bestu-deildinni, á láni frá Val. „Við komum hingað saman og ætluðum að vera 10 saman í húsi. Við erum nýlent inn um dyrnar þegar Auður fær símtal,“ sagði Brynja en í því símtali fékk Auður að vita að búið væri að kalla hana upp inn í landsliðshópinn í staðinn fyrir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik mótsins gegn Belgíu. „Þetta var bara gæsahúð,“ bætti Brynja við. „Hún átti að vera hliðina á mér í stúkunni en hún verður þarna einhvers staðar á varamannabekknum. Við bjuggumst aldrei við þessu en svona er boltinn.“ Auður mætti til Englands sem áhorfandi en ekki leikmaður og var því vissulega ekki með réttan búnað til knattspyrnuiðkunar meðferðis. Það þurfti því í flýti að redda markmannshönskum, takkaskóm og öðru þvíumlíkt fyrir Auði. „Ég skilaði henni niður á hótel hjá KSÍ og þau sáu um þetta en svo voru líka einhverjar græjur sendar að heiman.“ Brynja finnur vissulega til með Cecilíu Rán sem missir af sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu en eins og gamla klisjan segir, þá kemur alltaf maður í manns stað. „Það eru bara forréttindi fyrir hana að fá að upplifa þetta ævintýri,“ sagði Brynja að lokum. Klippa: Dóttirin endaði óvænt í landsliðshópnum
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Mikil vonbrigði fyrir Ceciliu Rán Cecilia Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er fingurbrotin og leikur þar af leiðandi ekki með íslenska liðinu á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi þessa dagana. 9. júlí 2022 12:57 Berst fyrir EM-sætinu í Mosó Nýliðar Aftureldingar sóttu sér mikinn liðsstyrk á lokadögum félagaskiptagluggans, úr toppliðum landsins, og mæta með sterkari hóp í næstu leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta. 12. maí 2022 16:32 Mætti sem áhorfandi á EM en breyttist í skyndi í leikmann íslenska landsliðsins Það kemur alltaf leikmaður í stað þeirra sem detta út. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving fékk því tækifærið þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði á æfingu fyrir helgi. Evrópumótið var því búið hjá Cecilíu áður en það byrjaði. 11. júlí 2022 22:30 Cecilía áfram hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir áfallið Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ungi markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik á EM var fljót til baka til Crewe eftir aðgerðina í Þýskalandi. 15. júlí 2022 23:31 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Mikil vonbrigði fyrir Ceciliu Rán Cecilia Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er fingurbrotin og leikur þar af leiðandi ekki með íslenska liðinu á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi þessa dagana. 9. júlí 2022 12:57
Berst fyrir EM-sætinu í Mosó Nýliðar Aftureldingar sóttu sér mikinn liðsstyrk á lokadögum félagaskiptagluggans, úr toppliðum landsins, og mæta með sterkari hóp í næstu leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta. 12. maí 2022 16:32
Mætti sem áhorfandi á EM en breyttist í skyndi í leikmann íslenska landsliðsins Það kemur alltaf leikmaður í stað þeirra sem detta út. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving fékk því tækifærið þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði á æfingu fyrir helgi. Evrópumótið var því búið hjá Cecilíu áður en það byrjaði. 11. júlí 2022 22:30
Cecilía áfram hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir áfallið Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ungi markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik á EM var fljót til baka til Crewe eftir aðgerðina í Þýskalandi. 15. júlí 2022 23:31