AP fréttaveitan segir ljóst að Pútín sé að reyna að mynda betra samband við stjórnvöld á svæðinu um leið og Rússar eiga í átökum við Bandaríkin og Evrópu vegna innrásar þeirra í Úkraínu.
Þetta er aðeins í annað sinn sem Pútín fer af landi brott eftir að innrásin hófst en hann mun meðal annars hitta forseta Írans, Ebrahim Raisi og Erdogan til að ræða málefni heimshlutans, þar á meðal stríðið í Sýrlandi. Rússland sætir nú miklum viðskiptaþvingunum af hálfu vesturlanda og því vill Pútín reyna að efla tengslin við Íran, sem eru í svipaðri stöðu.
Á dögunum var greint frá því að Íranir hyggist láta Rússum í té dróna til að nota í Úkraínustríðinu.