Sam Kerr fyrsta konan til að verða andlit FIFA Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júlí 2022 12:00 Sam Kerr verður fyrsta konan til að vera andlit heimsútgáfu tölvuleiksins FIFA. Ivan Yordanov/MI News/NurPhoto via Getty Images Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr, leikmaður Chelsea, verður fyrsta konan til að verða andlit heimsútgáfu tölvuleiksins FIFA þegar FIFA 23 kemur út í haust. Tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports kynnti í gær nýjustu útgáfu leiksins. Í tilkynningunni kemur fram að Kerr muni vera andlit leiksins, ásamt frönsku stórstjörnunni Kylian Mbappé. Franski framherjinn er andlit leiksins þriðja árið í röð. Presenting your #FIFA23 Cover Stars:@samkerr1 and @KMbappe ⭐️⭐️Two phenomenal forces up front.One ultimate strike partnership. See the full reveal on July 20 ➡ https://t.co/yjXnlCteDR pic.twitter.com/oOWyqoqBzB— EA SPORTS FIFA (@EASPORTSFIFA) July 18, 2022 Þetta verður í fyrsta skipti sem kona verður andlit heimsútgáfu leiksins sem kom fyrst út árið 1993 og hét þá FIFA International Soccer, en síðan eru liðin tæp þrjátíu ár. Þetta verður þó ekki í fyrsta skipti sem kona verður andlit leiksins. Árið 2016 var hin bandaríska Alex Morgan sem prýddi forsíðu leiksins í heimalandinu og Christine Sinclair, fyrirliði kanadíska landsliðsins, var á útgáfunni í Kanada. Kerr átti frábært tímabil með Chelsea í ensku WSL-deildinni á seinasta tímabili þar sem liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn og FA-bikarinn. Hún varð markahæsti leikmaður deildarinnar með 20 mörk í 22 leikjum, og var valin leikmaður tímabilsins af samtökum knattspyrnublaðamanna. Þetta verður áttunda árið í röð þar sem hægt verður að spila með kvennaliðum í leiknum. Hingað til hefur þó aðeins verið hægt að spila með kvennalandslið, en líklegt þykir að enska WSL-deildin verði með í þessari útgáfu. Þá verður þetta seinasta útgáfa FIFA-leiksins sem verður gefin út af EA Sports þar sem samningaviðræður tölvuleikjaframleiðandans við alþjóðaknattspyrnusambandið sigldu í strand í vor. Fótbolti Rafíþróttir FIFA Tengdar fréttir EA og FIFA slíta samstarfinu eftir að samningar sigldu í strand Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts og Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hafa slitið samstarfi sínu eftir tæplega þriggja áratuga langt samstarf. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports kynnti í gær nýjustu útgáfu leiksins. Í tilkynningunni kemur fram að Kerr muni vera andlit leiksins, ásamt frönsku stórstjörnunni Kylian Mbappé. Franski framherjinn er andlit leiksins þriðja árið í röð. Presenting your #FIFA23 Cover Stars:@samkerr1 and @KMbappe ⭐️⭐️Two phenomenal forces up front.One ultimate strike partnership. See the full reveal on July 20 ➡ https://t.co/yjXnlCteDR pic.twitter.com/oOWyqoqBzB— EA SPORTS FIFA (@EASPORTSFIFA) July 18, 2022 Þetta verður í fyrsta skipti sem kona verður andlit heimsútgáfu leiksins sem kom fyrst út árið 1993 og hét þá FIFA International Soccer, en síðan eru liðin tæp þrjátíu ár. Þetta verður þó ekki í fyrsta skipti sem kona verður andlit leiksins. Árið 2016 var hin bandaríska Alex Morgan sem prýddi forsíðu leiksins í heimalandinu og Christine Sinclair, fyrirliði kanadíska landsliðsins, var á útgáfunni í Kanada. Kerr átti frábært tímabil með Chelsea í ensku WSL-deildinni á seinasta tímabili þar sem liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn og FA-bikarinn. Hún varð markahæsti leikmaður deildarinnar með 20 mörk í 22 leikjum, og var valin leikmaður tímabilsins af samtökum knattspyrnublaðamanna. Þetta verður áttunda árið í röð þar sem hægt verður að spila með kvennaliðum í leiknum. Hingað til hefur þó aðeins verið hægt að spila með kvennalandslið, en líklegt þykir að enska WSL-deildin verði með í þessari útgáfu. Þá verður þetta seinasta útgáfa FIFA-leiksins sem verður gefin út af EA Sports þar sem samningaviðræður tölvuleikjaframleiðandans við alþjóðaknattspyrnusambandið sigldu í strand í vor.
Fótbolti Rafíþróttir FIFA Tengdar fréttir EA og FIFA slíta samstarfinu eftir að samningar sigldu í strand Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts og Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hafa slitið samstarfi sínu eftir tæplega þriggja áratuga langt samstarf. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
EA og FIFA slíta samstarfinu eftir að samningar sigldu í strand Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts og Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hafa slitið samstarfi sínu eftir tæplega þriggja áratuga langt samstarf. 10. maí 2022 20:00