Ísland var að taka þátt á EM í fjórða sinn nú en segja má að áhuginn fyrir íslenska landsliðinu, og mótinu almennt, hafi sjaldan eða aldrei verið meiri. Fjöldi Íslendinga fór út til að sjá stelpurnar okkar spila en þau sem heima voru fylgdust með í sjónvarpinu.
Alls horfðu 68 prósent þjóðarinnar á jafnteflið gegn Frökkum en á öðrum degi hefði það mögulega dugað til að koma liðinu í 8-liða úrslit mótsins. Það dugði því miður ekki að þessu sinni og Ísland því á leiðinni heim.
NÝTT áhorfsmet á EM kvenna... 63% horfðu á leik Íslands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta samkvæmt bráðabirgðatölum sem bárust í dag! Gamla metið var 58% á leik Íslands og Frakklands á EM kvenna 2017. #ruvithrottir #weuro2022 #emruv #fotbolti pic.twitter.com/znlu38oqw8
— Valgeir Vilhjalmsson (@valgeirv) July 20, 2022
Valgeir Vilhjálmsson, markaðsstjóri RÚV, vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Gamla metið var einnig í leik gegn Frakklandi en það kom árið 2017. Þá tapaði Ísland hins vegar 0-1 á EM í Hollandi.