Lingard er ellefti leikmaðurinn sem Forest fær í sumar eftir að félagið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik í vor.
Lingard, sem er 29 ára og á að baki 32 landsleiki fyrir England, hafði verið í yfir tvo áratugi hjá Manchester United er samningur hans við félagið rann út í júní.
He's back. And so are we.#JLingz x #NFFC pic.twitter.com/RgMgaGuuwz
— Nottingham Forest FC (@NFFC) July 21, 2022
Lingard var einnig orðaður við West Ham eftir að hafa slegið þar í gegn sem lánsmaður tímabilið 2020-21 og skorað níu mörk í 16 deildarleikjum. Hann átti sömuleiðis í viðræðum við Everton.
Hjá Forest hittir Lingard fyrir markvörðinn Dean Henderson sem var liðsfélagi hans hjá United en var í sumar lánaður til Forest.