Í tilkynningu á vef Sparisjóðsins kemur fram að síðastliðin átta ár hafi Örn starfað sem viðskiptastjóri í fyrirtækjaþjónustu Landsbankans en fyrir það var hann meðal annars sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga.
„Örn hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu og góða þekkingu á flestum atvinnugreinum. Langur starfsferill á fjármálamarkaði, ásamt því að þjónusta og greina ýmiskonar atvinnurekstur, veita honum góða innsýn í starfsumhverfi Sparisjóðsins. Hann hefur mikla reynslu af útlánastarfsemi, bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir í tilkynningunni.
Örn mun hefja störf hjá Sparisjóðnum í næsta mánuði.