Nýi leikmaðurinn í Njarðvík heitir Lisandro Rasio og er 31 árs gamall Argentínumaður. Njarðvíkingar segja frá þessu á heimasíðu sinni.
Rasio er 198 sentímetrar á hæð, 100 kíló á þyngd og spilar sem framherji. Hann heldur upp á 32 ára afmælið sitt daginn fyrir Gamlársdag en Njarðvík gæti mætt Keflavík á þeim degi.
Hann hefur lengst af ferlinum spilað í heimalandinu eða öðrum deildum í Suður Ameríku eins og Bólivíu, Síle, Úrúgvæ og Venesúela.
Á síðustu leiktíð lék Lisandro hins vegar með liði Montecatini Terme í ítölsku fjórðu deildinni þar sem hann var valinn leikmaður ársins í Tosccana riðlinum (seria C).
Lisandro ætti að mæta í Ljónagryfjuna í góðu leikformi því hann er að spila í sumar í Venesúela og kemur til landsins um miðjan september.