Tveir sem spiluðu úrslitaleik HM 2014 gætu mætt á Kópavogsvöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2022 14:30 Mesut Özil og Lucas Biglia í úrslitaleik Þýskalands og Argentínu á HM 2014. Þeir gætu mætt á Kópavogsvöll í næstu viku. getty/Matthias Hangst Breiðablik fær heldur betur krefjandi verkefni í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í liði andstæðinganna eru meðal annars tveir leikmenn sem byrjuðu inn á í úrslitaleik HM 2014. Þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Buducnost í Podgorica í Svartfjallalandi í gær komst Breiðablik áfram í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 2-0, og einvígið, 3-2 samanlagt. Í 3. umferðinni mætir Breiðablik Istanbul Basaksehir. Liðið hefur verið í hópi þeirra sterkustu í Tyrklandi undanfarin ár og varð meistari þar í landi 2020. Tímabilið eftir tók Istanbul þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og vann þá meðal annars Manchester United, 2-1, á heimavelli. Þess má geta að Istanbul er eftirlætis lið Receps Erdogan Tyrklandsforseta. Leikmenn Istanbul Basaksehir fagna marki í sigrinum á Manchester United haustið 2020.getty/Burak Kara Istanbul virðast hafa talsvert aðdráttarafl en á undanförnum árum hefur liðið sankað að sér þekktum leikmönnum sem eru komnir aðeins yfir sitt besta. Í leikmannahópi Istanbul í dag má meðal annars finna tvo leikmenn sem spiluðu úrslitaleik HM í Brasilíu fyrir átta árum. Þetta er annars vegar þýska stórstjarnan Mesut Özil og hins vegar Argentínumaðurinn Lucas Biglia. Özil gekk í raðir Istanbul í sumar eftir að samningi hans við Fenerbache var rift. Özil á enn eftir að þreyta frumraun sína með Istanbul en hann var utan hóps þegar liðið sigraði Maccabi Netanya frá Ísrael, 0-1, í gær. Biglia spilaði aftur á móti allan leikinn. Hann kom til Istanbul frá Fatih Karagümrük í ár. Hann lék áður meðal annars með Lazio og AC Milan á Ítalíu. Sem fyrr sagði áttust Biglia og Özil við þegar Argentína og Þýskaland mættust í úrslitaleik HM 2014. Þeir voru báðir í byrjunarliðinu en Özil var tekinn af velli undir lok leiks. Þjóðverjar unnu leikinn, 1-0, með marki Marios Götze og urðu þar með heimsmeistarar í fjórða sinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0MIea7FY8U4">watch on YouTube</a> Meðal annarra þekktra leikmanna í röðum Istanbul má nefna Nacer Chadli, þrautreyndan belgískan landsliðsmann og fyrrverandi leikmann Tottenham, Volkan Babacan sem varði mark tyrkneska landsliðsins um tíma og ítalska framherjann Stefano Okaka. Þjálfari Istanbul er einnig þekkt stærð, Emre Belözoglu. Hann lék 101 landsleik og var hluti af tyrkneska landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM 2002. Emre lék um fjögurra ára skeið með Inter og spilaði svo fyrir Newcastle United á árunum 2005-08. Hann tók við Istanbul í október á síðasta ári. Fyrri leikur Breiðabliks og Istanbul fer fram á Kópavogsvelli á fimmtudaginn. Liðin mætast svo á Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl 11. ágúst. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tyrkneski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Buducnost í Podgorica í Svartfjallalandi í gær komst Breiðablik áfram í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 2-0, og einvígið, 3-2 samanlagt. Í 3. umferðinni mætir Breiðablik Istanbul Basaksehir. Liðið hefur verið í hópi þeirra sterkustu í Tyrklandi undanfarin ár og varð meistari þar í landi 2020. Tímabilið eftir tók Istanbul þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og vann þá meðal annars Manchester United, 2-1, á heimavelli. Þess má geta að Istanbul er eftirlætis lið Receps Erdogan Tyrklandsforseta. Leikmenn Istanbul Basaksehir fagna marki í sigrinum á Manchester United haustið 2020.getty/Burak Kara Istanbul virðast hafa talsvert aðdráttarafl en á undanförnum árum hefur liðið sankað að sér þekktum leikmönnum sem eru komnir aðeins yfir sitt besta. Í leikmannahópi Istanbul í dag má meðal annars finna tvo leikmenn sem spiluðu úrslitaleik HM í Brasilíu fyrir átta árum. Þetta er annars vegar þýska stórstjarnan Mesut Özil og hins vegar Argentínumaðurinn Lucas Biglia. Özil gekk í raðir Istanbul í sumar eftir að samningi hans við Fenerbache var rift. Özil á enn eftir að þreyta frumraun sína með Istanbul en hann var utan hóps þegar liðið sigraði Maccabi Netanya frá Ísrael, 0-1, í gær. Biglia spilaði aftur á móti allan leikinn. Hann kom til Istanbul frá Fatih Karagümrük í ár. Hann lék áður meðal annars með Lazio og AC Milan á Ítalíu. Sem fyrr sagði áttust Biglia og Özil við þegar Argentína og Þýskaland mættust í úrslitaleik HM 2014. Þeir voru báðir í byrjunarliðinu en Özil var tekinn af velli undir lok leiks. Þjóðverjar unnu leikinn, 1-0, með marki Marios Götze og urðu þar með heimsmeistarar í fjórða sinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0MIea7FY8U4">watch on YouTube</a> Meðal annarra þekktra leikmanna í röðum Istanbul má nefna Nacer Chadli, þrautreyndan belgískan landsliðsmann og fyrrverandi leikmann Tottenham, Volkan Babacan sem varði mark tyrkneska landsliðsins um tíma og ítalska framherjann Stefano Okaka. Þjálfari Istanbul er einnig þekkt stærð, Emre Belözoglu. Hann lék 101 landsleik og var hluti af tyrkneska landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM 2002. Emre lék um fjögurra ára skeið með Inter og spilaði svo fyrir Newcastle United á árunum 2005-08. Hann tók við Istanbul í október á síðasta ári. Fyrri leikur Breiðabliks og Istanbul fer fram á Kópavogsvelli á fimmtudaginn. Liðin mætast svo á Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl 11. ágúst.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tyrkneski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira