Strasbourg leikur í frönsku úrvalsdeildinni og þeir mættu ákveðnir til leiks og höfðu náð þriggja marka forystu áður en hálftími var liðinn af leiknum.
Liverpool vann Man City í Góðgerðarskildinum í gær og það voru minni spámenn sem fengu að spreyta sig í leiknum í dag.
Þó voru leikmenn á borð við Ibrahima Konate, Joe Gomez, James Milner, Fabio Carvalho og Harvey Elliott í liðinu.
Ekki voru fleiri mörk skoruð eftir fyrsta hálftímann og lauk leiknum með 0-3 sigri Strasbourg.
Our pre-season comes to a close. pic.twitter.com/1vMMATwgWS
— Liverpool FC (@LFC) July 31, 2022
Liverpool hefur leik í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi laugardag þegar liðið heimsækir nýliða Fulham.