Jón Mikael hefur starfað sem framkvæmdastjóri Danól frá árinu 2017 en fyrir það hafði hann gegnt ýmsum stjórnendastöðum innan Danól og öðrum félögum innan Ölgerðarsamsteypunnar.
Jón Mikael er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og Erasmus-háskólanum í Hollandi.
„Við hlökkum til að fá Jón Mikael til liðs við okkur í Team Origo,“ er haft eftir Jóni Björnssyni, forstjóra Origo í tilkynningu á vef þeirra.