Sara, Guðrún og Cloé gætu beðið Vals Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 12:01 Sara Björk Gunnarsdóttir er byrjuð að láta til sín taka hjá Juventus. Getty/Jonathan Moscrop Það er ljóst að Íslandsmeistara Vals bíður krefjandi verkefni í umspilinu um að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Mögulega mætir liðið Ítalíumeisturum Juventus, með landsliðsfyrirliðanna Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs. Valskonur freista þess að leika sama leik og Blikar gerðu fyrir ári síðan með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Riðlakeppnin var tekin upp í fyrra þegar fyrirkomulagi Meistaradeildar var breytt og með sínum árangri náðu Blikar að spila fótbolta fram að jólum, við stórlið á borð við Real Madrid og PSG. Þó að Breiðablik sé fallið úr leik í undankeppninni í ár þá er liðið mun ofar en Valur á styrkleikalista UEFA. Það hjálpaði Blikum að fá viðráðanlegri andstæðing í umspilinu í fyrra, þegar liðið mætti Osijek frá Króatíu. Valskonur eru hins vegar í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið í ár, 1. september. Það þýðir að þær gætu dregist gegn afar sterkum andstæðingum á borð við Juventus eða Rosengård, sem Guðrún Arnardóttir leikur með. Þriðji Íslendingurinn sem Valskonur gætu mætt er Cloé Eyja Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV og landsliðskona Kanada, sem spilar með Benfica. Liðin sjö sem Valur gæti dregist gegn: Slavia Prag, Tékklandi Rosengård, Svíþjóð Juventus, Ítalíu St. Pölten, Austurríki Zürich, Sviss Vllaznia, Albaníu Benfica, Portúgal Liðin sem eru í neðri styrkleikaflokki meistaraleiðar: SFK 2000 Sarajevo, Bosníu Köge, Danmörku Valur, Íslandi Vorskla-Kharkiv, Úkraínu Brann, Noregi Rangers, Skotlandi KuPS Kuopio, Finnlandi Sveindís eina með öruggt sæti Liðin keppast um að bætast í hóp með meisturum Lyon, Barcelona, Chelsea og Wolfsburg sem þegar eru örugg um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, er eini Íslendingurinn sem nú þegar á öruggt sæti þar. Umspilið skiptist í tvennt; meistaraleið og deildarleið. Á deildarleiðinni spila lið sem urðu ekki meistarar í sínu landi en enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkustu deildum Evrópu. Efri styrkleikaflokkur á deildarleið: PSG, Frakklandi Bayern München, Þýskalandi Arsenal, Englandi Sparta Prag, Tékklandi Real Madrid, Spáni Neðri styrkleikaflokkur á deildarleið: Ajax, Hollandi Häcken, Svíþjóð Real Sociedad, Spáni Rosenborg, Noregi Roma, Ítalíu Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Tengdar fréttir Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld. 21. ágúst 2022 20:26 Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Svava kom inn af bekknum er Brann tryggði sér sæti í umspili Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica. 21. ágúst 2022 18:54 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira
Valskonur freista þess að leika sama leik og Blikar gerðu fyrir ári síðan með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Riðlakeppnin var tekin upp í fyrra þegar fyrirkomulagi Meistaradeildar var breytt og með sínum árangri náðu Blikar að spila fótbolta fram að jólum, við stórlið á borð við Real Madrid og PSG. Þó að Breiðablik sé fallið úr leik í undankeppninni í ár þá er liðið mun ofar en Valur á styrkleikalista UEFA. Það hjálpaði Blikum að fá viðráðanlegri andstæðing í umspilinu í fyrra, þegar liðið mætti Osijek frá Króatíu. Valskonur eru hins vegar í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið í ár, 1. september. Það þýðir að þær gætu dregist gegn afar sterkum andstæðingum á borð við Juventus eða Rosengård, sem Guðrún Arnardóttir leikur með. Þriðji Íslendingurinn sem Valskonur gætu mætt er Cloé Eyja Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV og landsliðskona Kanada, sem spilar með Benfica. Liðin sjö sem Valur gæti dregist gegn: Slavia Prag, Tékklandi Rosengård, Svíþjóð Juventus, Ítalíu St. Pölten, Austurríki Zürich, Sviss Vllaznia, Albaníu Benfica, Portúgal Liðin sem eru í neðri styrkleikaflokki meistaraleiðar: SFK 2000 Sarajevo, Bosníu Köge, Danmörku Valur, Íslandi Vorskla-Kharkiv, Úkraínu Brann, Noregi Rangers, Skotlandi KuPS Kuopio, Finnlandi Sveindís eina með öruggt sæti Liðin keppast um að bætast í hóp með meisturum Lyon, Barcelona, Chelsea og Wolfsburg sem þegar eru örugg um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, er eini Íslendingurinn sem nú þegar á öruggt sæti þar. Umspilið skiptist í tvennt; meistaraleið og deildarleið. Á deildarleiðinni spila lið sem urðu ekki meistarar í sínu landi en enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkustu deildum Evrópu. Efri styrkleikaflokkur á deildarleið: PSG, Frakklandi Bayern München, Þýskalandi Arsenal, Englandi Sparta Prag, Tékklandi Real Madrid, Spáni Neðri styrkleikaflokkur á deildarleið: Ajax, Hollandi Häcken, Svíþjóð Real Sociedad, Spáni Rosenborg, Noregi Roma, Ítalíu
Slavia Prag, Tékklandi Rosengård, Svíþjóð Juventus, Ítalíu St. Pölten, Austurríki Zürich, Sviss Vllaznia, Albaníu Benfica, Portúgal
SFK 2000 Sarajevo, Bosníu Köge, Danmörku Valur, Íslandi Vorskla-Kharkiv, Úkraínu Brann, Noregi Rangers, Skotlandi KuPS Kuopio, Finnlandi
PSG, Frakklandi Bayern München, Þýskalandi Arsenal, Englandi Sparta Prag, Tékklandi Real Madrid, Spáni
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Tengdar fréttir Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld. 21. ágúst 2022 20:26 Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Svava kom inn af bekknum er Brann tryggði sér sæti í umspili Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica. 21. ágúst 2022 18:54 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira
Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld. 21. ágúst 2022 20:26
Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21
Svava kom inn af bekknum er Brann tryggði sér sæti í umspili Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica. 21. ágúst 2022 18:54