„Ekki verið minnst á orðið Holland í okkar hópi“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 12:00 Þorsteinn Halldórsson vill ekkert vera að hugsa um yfirvofandi úrslitaleik við Holland strax. Getty/Charlotte Tattersall Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta, sá ekki ástæðu til þess að kvarta yfir því að fyrir úrslitaleik Hollands og Íslands um sæti á HM á þriðjudag þyrfti aðeins Ísland að spila annan mikilvægan mótsleik í dag, gegn Hvíta-Rússlandi. Holland á aðeins eftir heimaleikinn við Ísland á þriðjudag en Ísland á tvo leiki eftir, gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í dag og svo leikinn í Utrecht. Ef að Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi á þriðjudag, og því er afar mikilvægt að stelpurnar okkar fari með sigur af hólmi í dag. Sigur í dag gæti jafnframt reynst liðinu mikilvægur tapi það gegn Hollandi, varðandi umspilið sem Ísland færi þá í. Hollendingar leika vináttulandsleik við Skotland í dag og geta nýtt þann leik að vild til þess að hafa sína leikmenn í sem bestu ástandi á þriðjudaginn. Ísland þarf hins vegar nauðsynlega sigur í dag. Þorsteinn lætur þá staðreynd ekki angra sig að leikjaniðurröðun UEFA valdi þessum mismun á milli tveggja bestu liða riðilsins. „Við erum bara í fimm liða riðli svo það er alltaf eitthvað lið sem situr hjá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. Hann þvertók fyrir það að geta leyft sér að stilla upp liði í dag út frá því hvernig hann hygðist stilla upp gegn Hollandi eftir fjóra daga. „Við erum bara að hugsa um leikinn [í dag]. Ég er ekkert að hugsa um uppstillinguna núna með tilliti til Hollandsleiksins. Þessi leikur [við Hvít-Rússa] er leikur sem við verðum að vinna og spila vel í. Ég er ekkert að spá í Holland. Það er bara Hvíta-Rússland og ekkert annað. Það hefur ekki verið minnst á orðið Holland í okkar hópi,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn hugsar ekkert um Holland Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar beint á HM eða í flókið umspil sem teygir sig til Nýja-Sjálands Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei komist á HM en það gæti breyst strax næsta þriðjudagskvöld. Ef liðið nær ekki HM-sæti það kvöld bíður þess önnur leið sem gæti orðið hreint ævintýralega löng og flókin, og falið í sér umspilsleiki hinu megin á hnettinum í febrúar. 1. september 2022 08:01 „Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi Á morgun mætir Ísland liði Hvíta-Rússlands í mikilvægum leik í undankeppni HM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Í hádeginu fór þar fram blaðamannafundur sem var í beinni útsendingu á Vísi. 1. september 2022 12:35 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Holland á aðeins eftir heimaleikinn við Ísland á þriðjudag en Ísland á tvo leiki eftir, gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í dag og svo leikinn í Utrecht. Ef að Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi á þriðjudag, og því er afar mikilvægt að stelpurnar okkar fari með sigur af hólmi í dag. Sigur í dag gæti jafnframt reynst liðinu mikilvægur tapi það gegn Hollandi, varðandi umspilið sem Ísland færi þá í. Hollendingar leika vináttulandsleik við Skotland í dag og geta nýtt þann leik að vild til þess að hafa sína leikmenn í sem bestu ástandi á þriðjudaginn. Ísland þarf hins vegar nauðsynlega sigur í dag. Þorsteinn lætur þá staðreynd ekki angra sig að leikjaniðurröðun UEFA valdi þessum mismun á milli tveggja bestu liða riðilsins. „Við erum bara í fimm liða riðli svo það er alltaf eitthvað lið sem situr hjá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. Hann þvertók fyrir það að geta leyft sér að stilla upp liði í dag út frá því hvernig hann hygðist stilla upp gegn Hollandi eftir fjóra daga. „Við erum bara að hugsa um leikinn [í dag]. Ég er ekkert að hugsa um uppstillinguna núna með tilliti til Hollandsleiksins. Þessi leikur [við Hvít-Rússa] er leikur sem við verðum að vinna og spila vel í. Ég er ekkert að spá í Holland. Það er bara Hvíta-Rússland og ekkert annað. Það hefur ekki verið minnst á orðið Holland í okkar hópi,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn hugsar ekkert um Holland Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar beint á HM eða í flókið umspil sem teygir sig til Nýja-Sjálands Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei komist á HM en það gæti breyst strax næsta þriðjudagskvöld. Ef liðið nær ekki HM-sæti það kvöld bíður þess önnur leið sem gæti orðið hreint ævintýralega löng og flókin, og falið í sér umspilsleiki hinu megin á hnettinum í febrúar. 1. september 2022 08:01 „Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi Á morgun mætir Ísland liði Hvíta-Rússlands í mikilvægum leik í undankeppni HM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Í hádeginu fór þar fram blaðamannafundur sem var í beinni útsendingu á Vísi. 1. september 2022 12:35 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Stelpurnar okkar beint á HM eða í flókið umspil sem teygir sig til Nýja-Sjálands Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei komist á HM en það gæti breyst strax næsta þriðjudagskvöld. Ef liðið nær ekki HM-sæti það kvöld bíður þess önnur leið sem gæti orðið hreint ævintýralega löng og flókin, og falið í sér umspilsleiki hinu megin á hnettinum í febrúar. 1. september 2022 08:01
„Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi Á morgun mætir Ísland liði Hvíta-Rússlands í mikilvægum leik í undankeppni HM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Í hádeginu fór þar fram blaðamannafundur sem var í beinni útsendingu á Vísi. 1. september 2022 12:35