Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2022 13:31 Sjáland fær að vera áfram í Garðabænum. Vísir/Vilhelm Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði 24. júní síðastliðinn að Arnarnesvogi ehf., eigandi húsnæðisins við Ránargrund 4 í Garðabæ, hafi verið heimilt að rifta leigusamningi við Gourmet ehf sem rekur Sjáland. Eigendur húsnæðisins vildu ekki una þeirri niðurstöðu og skutu henni til Landsréttar. Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms á föstudaginn. Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms og mat það svo að með riftun leigusamningsins hafi Arnarnesvogur hafi ekki uppfyllt tillitsskyldu við Gourmet, sem kveðið er á í kröfurétti. Arnarnesvogur hefði að mati dómsins átt að bera ríkara tillit til Gourmet vegna tekjumissis, sem rekja mætti til sóttvarnaaðgerða stjórnvalda vegna Covid-19. Arnarnesvogur er í eigu Páls Þórs Magnússonar, Gabríelu Kristjánsdóttur og Símons Sigurðar Sigurpálssonar auk annarra smærri eigenda. Gourmet er í eigu Stefáns Magnússonar, sem rekur meðal annars Mathús Garðabæjar. Fékk riftunartilkynningu tíu mínútum eftir greiðslu skuldarinnar Fram kemur í úrskurðinum að Gourmet hafi átt eftir að greiða húsaleigu fyrir desember 2020 og janúar til febrúar 2022. Samtals hafi vangoldin húsaleiga numið rúmum 9,2 milljónum króna fyrir mánuðina þrjá. Arnarnesvogur hafi sent Gourmet greiðsluáskorun 21. febrúar síðastliðinn um að greiða ógreidda húsaleigu fyrir mánuðina þrjá. Ýmis samskipti hafi átt sér stað milli starfsmanns Gourmet og starfsmanns innheimtuaðila Arnarnesvogs á tímabilinu 23. febrúar til 15. mars 2022. Gourmet hafi greitt þrjár milljónir inn á skuldina þann 8. mars síðastliðinn en með yfirlýsingu sem barst Gourmet 23. mars síðastliðinn hafi Arnarnesvogur rift leigusamningnum. Riftunaryfirlýsing hafi borist Gourmet klukkan 10:30 þann dag en skömmu áður, eða klukkan 10:20, greiddi Gourmet upp eftirstöðvar skuldarinnar. Aðgerðum vegna Covid-19 kennt um Samkvæmt lögum um húsaleigu hefur leigusali heimild til riftunar samnings vegna vangreiddrar leigu þó svo að úr vanefnd sé bætt áður en til riftunar kemur. Þá var Arnarnesvogi heimilt að rifta leigusamninginn að gefnum fjórtán daga greiðslufresti, sem kveðið var á um í leigusamningnum milli Arnarnesvogs og Gourmet sem var undirritaður 1. maí 2020. Fram kemur í niðurstöðukafla Landsréttar að samkvæmt almennum reglum kröfuréttar hvíli sú óskráða skylda á samningsaðilum að taka innan ákveðinna marka tillit til hagsmuna gagnaðila síns. Þá hafi Gourmet með greiðslu vanskilanna 23. mars sýnt samningsvilja og getu til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt leigusamningi. Erfiðar rekstraraðstæður vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda í tilefni Covid-19 hafi gert Gourmet erfitt fyrir en Gourmet hafi ítrekað sýnt samningsvilja, meðal annars með þriggja milljóna inngreiðslu á skuldina 8. mars. Þurftu að taka meira tillit Að mati dómsins beri gögn málsins ekki annað með sér en að sóttvarnaaðgerðir hafi átt umtalsverðan þátt í að Gourmet lenti í vandræðum með að gera upp skuldbindingar sínar árin 2020 og 2021 en aðgerðum hafi lokið 25. febrúar síðastliðinn. Tekjur hafi aukist umtalsvert frá því að aðgerðum var aflétt þar til vangoldin leiga var greidd og ekki séu efni til að ætla annað en að Gourmet sé að óbreyttu í stakk búinn að efna skuldbindingar sínar. Ekki sé því talið að fyrirsjáanlegt sé að Arnarnesvogur verði fyrir teljandi kostnaði, áhættu eða óhagræði þótt riftun leigusamningsins gangi ekki eftir. Arnarnesvogi hafi ekki verið heimilt að rifta leigusamningnum á grundvelli reglu kröfuréttar um tillitsskyldu. Auk þess að fá ekki að rifta leigusamningnum úrskurðaði Landsréttur að Arnarnesvogi bæri að greiða Gourmet 1,5 milljónir króna í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Veitingastaðir Dómsmál Garðabær Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði 24. júní síðastliðinn að Arnarnesvogi ehf., eigandi húsnæðisins við Ránargrund 4 í Garðabæ, hafi verið heimilt að rifta leigusamningi við Gourmet ehf sem rekur Sjáland. Eigendur húsnæðisins vildu ekki una þeirri niðurstöðu og skutu henni til Landsréttar. Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms á föstudaginn. Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms og mat það svo að með riftun leigusamningsins hafi Arnarnesvogur hafi ekki uppfyllt tillitsskyldu við Gourmet, sem kveðið er á í kröfurétti. Arnarnesvogur hefði að mati dómsins átt að bera ríkara tillit til Gourmet vegna tekjumissis, sem rekja mætti til sóttvarnaaðgerða stjórnvalda vegna Covid-19. Arnarnesvogur er í eigu Páls Þórs Magnússonar, Gabríelu Kristjánsdóttur og Símons Sigurðar Sigurpálssonar auk annarra smærri eigenda. Gourmet er í eigu Stefáns Magnússonar, sem rekur meðal annars Mathús Garðabæjar. Fékk riftunartilkynningu tíu mínútum eftir greiðslu skuldarinnar Fram kemur í úrskurðinum að Gourmet hafi átt eftir að greiða húsaleigu fyrir desember 2020 og janúar til febrúar 2022. Samtals hafi vangoldin húsaleiga numið rúmum 9,2 milljónum króna fyrir mánuðina þrjá. Arnarnesvogur hafi sent Gourmet greiðsluáskorun 21. febrúar síðastliðinn um að greiða ógreidda húsaleigu fyrir mánuðina þrjá. Ýmis samskipti hafi átt sér stað milli starfsmanns Gourmet og starfsmanns innheimtuaðila Arnarnesvogs á tímabilinu 23. febrúar til 15. mars 2022. Gourmet hafi greitt þrjár milljónir inn á skuldina þann 8. mars síðastliðinn en með yfirlýsingu sem barst Gourmet 23. mars síðastliðinn hafi Arnarnesvogur rift leigusamningnum. Riftunaryfirlýsing hafi borist Gourmet klukkan 10:30 þann dag en skömmu áður, eða klukkan 10:20, greiddi Gourmet upp eftirstöðvar skuldarinnar. Aðgerðum vegna Covid-19 kennt um Samkvæmt lögum um húsaleigu hefur leigusali heimild til riftunar samnings vegna vangreiddrar leigu þó svo að úr vanefnd sé bætt áður en til riftunar kemur. Þá var Arnarnesvogi heimilt að rifta leigusamninginn að gefnum fjórtán daga greiðslufresti, sem kveðið var á um í leigusamningnum milli Arnarnesvogs og Gourmet sem var undirritaður 1. maí 2020. Fram kemur í niðurstöðukafla Landsréttar að samkvæmt almennum reglum kröfuréttar hvíli sú óskráða skylda á samningsaðilum að taka innan ákveðinna marka tillit til hagsmuna gagnaðila síns. Þá hafi Gourmet með greiðslu vanskilanna 23. mars sýnt samningsvilja og getu til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt leigusamningi. Erfiðar rekstraraðstæður vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda í tilefni Covid-19 hafi gert Gourmet erfitt fyrir en Gourmet hafi ítrekað sýnt samningsvilja, meðal annars með þriggja milljóna inngreiðslu á skuldina 8. mars. Þurftu að taka meira tillit Að mati dómsins beri gögn málsins ekki annað með sér en að sóttvarnaaðgerðir hafi átt umtalsverðan þátt í að Gourmet lenti í vandræðum með að gera upp skuldbindingar sínar árin 2020 og 2021 en aðgerðum hafi lokið 25. febrúar síðastliðinn. Tekjur hafi aukist umtalsvert frá því að aðgerðum var aflétt þar til vangoldin leiga var greidd og ekki séu efni til að ætla annað en að Gourmet sé að óbreyttu í stakk búinn að efna skuldbindingar sínar. Ekki sé því talið að fyrirsjáanlegt sé að Arnarnesvogur verði fyrir teljandi kostnaði, áhættu eða óhagræði þótt riftun leigusamningsins gangi ekki eftir. Arnarnesvogi hafi ekki verið heimilt að rifta leigusamningnum á grundvelli reglu kröfuréttar um tillitsskyldu. Auk þess að fá ekki að rifta leigusamningnum úrskurðaði Landsréttur að Arnarnesvogi bæri að greiða Gourmet 1,5 milljónir króna í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
Veitingastaðir Dómsmál Garðabær Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira