Í þáttunum er fylgst með lífi þeirra Birgittu Líf, Ástrósu Trausta, Magneu Björgu, Sunnevu Einars og Ínu Maríu.
Magnea vinnur með fram skóla hjá bílaumboði Heklu en hún hefur mjög mikinn áhuga á bílum. Magnea bjó í Kaliforníu á sínum tíma og segir hún frá því að einn besti vinur hennar þar hafi átt óteljandi marga sportbíla.
Hún segist hafa ekið um borgina á öllum flottustu bílum heims en sé mest spennt fyrir stórum pallbílum. Svo heilla rafmagnsbílar mest í dag.
Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var á Stöð 2 í gær.