„Kærkomin“ kólnun á fasteignamarkaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. september 2022 11:38 Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Vísir/Ívar Fyrstu greinilegu merki um kólnun á fasteignamarkaði sjást nú. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% á milli júlí og ágúst en slík lækkun hefur ekki átt sér stað síðan árið 2019. Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans segir hin kælandi áhrif vera kærkomin en þau urðu meðal annars til þess að verðbólguspá hagfræðideildarinnar gerir nú ráð fyrir enn meiri hjöðnun verðbólgu. Samkvæmt glænýjum tölum Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar lækkaði vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% prósent á milli júlí og ágúst en það er einmitt í höfuðborginni sem íbúðaverðið hefur verið í hæstu hæðum. Þetta er mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% á milli mánaða. „Við sjáum það núna að merki um kólnun eru orðin nokkuð skýr. Við sjáum það að íbúðaverð lækkaði á milli júlí og ágúst um 0,4% og við höfum ekki séð lækkun eiga sér stað milli á manaða síðan í nóvember 2019 þannig að þetta er svolítið nýtt og þetta er að gerast eftir tímabil mjög mikilla verðhækkana. Það má segja að þetta sé nokkuð kærkomið. Þetta bendir til þess að spennan sé að minnka og að við séum að fara að sjá aðeins nýjan takt á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Á fyrri árshelmingi höfðu hækkanir verið mjög miklar á milli mánaða, eða á bilinu 2,2-3% frá febrúar og fram í júní. „Eftirspurnin jókst mjög mikið eftir íbúðahúsnæði til kaupa þegar COVID faraldurinn stóð hérna sem hæst og vextir voru lágir og núna höfum við séð vexti fara hækkandi og það er sennilega það sem er að draga úr eftirspurninni og hefur þessi kælandi áhrif á íbúðaverðið.“ Hagfræðideildin hefur uppfært verðbólguspá sína fyrir september vegna nýrra talna frá HMS. „þetta þýðir að við sjáum aðeins hraðari hjöðnun verðbólgunnar. Þetta varð til þess að við uppfærðum verðbólgunspá okkar fyrir september. Við gerum núna ráð fyrir að verðbólgan verði 9,4% þá en ekki 9,6 eins og við héldum áður. Þetta þýðir bara hraðari hjöðnun verðbólgunnar af því að húsnæðisverð hefur verið svo stór þáttur í verðbólgunni,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Fasteignamarkaður Reykjavík Landsbankinn Verðlag Tengdar fréttir Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. 21. september 2022 10:08 Öfganna á milli á húsnæðismarkaði Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um húsnæðismarkað þessi misserin. Undanfarin tvö ár hefur hæst farið umræðan um að hér vanti 35 þúsund íbúðir inn á markaðinn á næstu 10 árum. Í sumar snérust svo umræðan skyndilega á hvolf og umræða um sölutregðu og yfirvofandi verðlækkanir varð ráðandi. 21. september 2022 08:30 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Samkvæmt glænýjum tölum Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar lækkaði vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,4% prósent á milli júlí og ágúst en það er einmitt í höfuðborginni sem íbúðaverðið hefur verið í hæstu hæðum. Þetta er mesta lækkun sem hefur mælst síðan í febrúar 2019 þegar vísitalan lækkaði um 1% á milli mánaða. „Við sjáum það núna að merki um kólnun eru orðin nokkuð skýr. Við sjáum það að íbúðaverð lækkaði á milli júlí og ágúst um 0,4% og við höfum ekki séð lækkun eiga sér stað milli á manaða síðan í nóvember 2019 þannig að þetta er svolítið nýtt og þetta er að gerast eftir tímabil mjög mikilla verðhækkana. Það má segja að þetta sé nokkuð kærkomið. Þetta bendir til þess að spennan sé að minnka og að við séum að fara að sjá aðeins nýjan takt á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Á fyrri árshelmingi höfðu hækkanir verið mjög miklar á milli mánaða, eða á bilinu 2,2-3% frá febrúar og fram í júní. „Eftirspurnin jókst mjög mikið eftir íbúðahúsnæði til kaupa þegar COVID faraldurinn stóð hérna sem hæst og vextir voru lágir og núna höfum við séð vexti fara hækkandi og það er sennilega það sem er að draga úr eftirspurninni og hefur þessi kælandi áhrif á íbúðaverðið.“ Hagfræðideildin hefur uppfært verðbólguspá sína fyrir september vegna nýrra talna frá HMS. „þetta þýðir að við sjáum aðeins hraðari hjöðnun verðbólgunnar. Þetta varð til þess að við uppfærðum verðbólgunspá okkar fyrir september. Við gerum núna ráð fyrir að verðbólgan verði 9,4% þá en ekki 9,6 eins og við héldum áður. Þetta þýðir bara hraðari hjöðnun verðbólgunnar af því að húsnæðisverð hefur verið svo stór þáttur í verðbólgunni,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.
Fasteignamarkaður Reykjavík Landsbankinn Verðlag Tengdar fréttir Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. 21. september 2022 10:08 Öfganna á milli á húsnæðismarkaði Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um húsnæðismarkað þessi misserin. Undanfarin tvö ár hefur hæst farið umræðan um að hér vanti 35 þúsund íbúðir inn á markaðinn á næstu 10 árum. Í sumar snérust svo umræðan skyndilega á hvolf og umræða um sölutregðu og yfirvofandi verðlækkanir varð ráðandi. 21. september 2022 08:30 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Íbúðaverð lækkar á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða í ágúst. Er það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar. Hagfræðideild Landsbankans telur að þetta sé skýrt merki um að fasteignamarkaðurinn sé farinn að kólna. 21. september 2022 10:08
Öfganna á milli á húsnæðismarkaði Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um húsnæðismarkað þessi misserin. Undanfarin tvö ár hefur hæst farið umræðan um að hér vanti 35 þúsund íbúðir inn á markaðinn á næstu 10 árum. Í sumar snérust svo umræðan skyndilega á hvolf og umræða um sölutregðu og yfirvofandi verðlækkanir varð ráðandi. 21. september 2022 08:30