Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Elvar Páll hafi stýrt stafrænni markaðssetningu fyrirtækisins undanfarin þrjú ár. Hann tekur nú við starfi markaðsstjóra af Katrínu M. Guðjónsdóttur.
„Elvar starfaði áður sem markaðsráðgjafi hjá Pipar/TBWA auk þess sem hann hefur komið að fjölda verkefna bæði hérlendis og erlendis. Elvar Páll lærði líffræði í
Bandaríkjunum og er með meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Men&Mice er íslenskt nýsköpunar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir stórfyrirtæki og stofnanir sem reka flókna netinnviði. Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru 12 af 100 stærstu fyrirtækjunum í Bandaríkjunum eins og Microsoft, FedEx, AT&T og Intel.