Hækkunin kemur í kjölfar þess að Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í síðustu viku.
Óverðtryggðir breytileguir íbúðalánavextir hækka um 0,25 prósentustig og fara í 7,59 prósent. Óverðtryggðir þriggja ára íbúðalánavextir eru óbreyttir og eru því áfram 7,75 prósent.
Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,75 prósentustig og verða 2,94 prósent. Nákvæmlega sama hækkun er á verðtryggðum föstum fimm ára íbúðalánavöxtum sem eru nú einnig 2,94 prósent.
„Vaxtabreytingar útlána taka mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgir að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafa aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar,“ segir í tilkynningu á vef bankans.