Styrmir Snær var frábær þegar Þór Þ. varð Íslandsmeistari vorið 2021. Eftir það samdi hann við Davidson-háskólann i Bandaríkjunum og lék þar á síðustu leiktíð. Eitthvað virðist hafa breyst hjá Styrmi Snæ og er hann snúinn aftur í lið Þorlákshafnar.
Game On á Ásvöllum. Tipoff eftir 45 mín.
— Siggi OK (@SiggiOrr) October 14, 2022
Old faces in old places: pic.twitter.com/rWb4nhXkdN
„Honum langaði að komast heim og hafa gaman að körfubolta aftur,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, um endurkomu leikmannsins.
Fréttin hefur verið uppfærð.