Meðal fyrirlestra má nefna Borgarlínan og verkfræðileg viðfangsefni, Stokkar og jarðgöng á höfuðborgarsvæðinu, Félagshagfræðilegar greiningar – samgöngulíkan, Umferðarlíkön – hvernig nýtast þau?, Gjaldtaka og fjármögnun framkvæmda, Landspítalaapp – skjólstæðingurinn í öndvegi og Sjálfflokkandi ruslatunna.
Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir viðburðinum en félagið fagnar 110 ára afmæli á þessu ári. Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina sem fag, verkefni og störf og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.
Á Degi verkfræðinnar mun Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenda Teninginn en hann er viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd. Markmið Teningsins er að vekja athygli á vel útfærðum og áhugaverðum verkefnum sem verkfræðingar og tæknifræðingar vinna að.

Að neðan má sjá streymi úr sölunum þremur.