Húsráðið: Hvernig á að þrífa farða úr fötum? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. október 2022 06:01 Hver hefur ekki lent í því að subba niður á sig á ögurstundu? Getty Hversu hrikalega svekkjandi að klæða sig upp, gera sig til og taka svo eftir blettum eftir farða í fötunum. Farða sem smitast í úlpu- eða skyrtukragann eða blett eftir varalit eða maskara í hvítu skyrtunni. Þegar góð ráð eru dýr reynast gömlu húsráðin yfirleitt best. Marta María Arnarsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans er kona með ráð undir rifi hverju en hér fyrir neðan má sjá hennar ráðleggingar á því hvernig best sé að hreinsa bletti eftir farða. Varalitur í fötum Getty Hársprey: Ef varaliturinn er nýkominn í fötin er best að spreyja hárspreyi í blettinn. Leyfa því að vera í fimmtán mínútur og nudda síðan varalitinn úr til dæmis með tannbursta, naglabursta eða jafnvel klút, ef efnið er mjög viðkvæmt. Við þetta ætti varaliturinn að renna ljúflega úr og þá má þvo flíkina með venjulegum hætti. Acetone: Ef flíkin er ekki úr svo viðkvæmu efni er reyndar best að nota acetone, þá flýgur bletturinn úr um leið. Uppþvottalögur og edik: Þegar um ræðir viðkvæm efni er ráðlegast að nota uppþvottalög og/eða matarsóda og edik til að vinna á blettinum og skella síðan flíkinni í þvott á eftir. Þegar verið er að vinna á blettum er mikilvægt að snúa þeirri hlið niður sem bletturinn er á og nudda blettinn úr á röngunni. Annars getur maður verið að festa varalitinn enn frekar í flíkinni. Það er sniðugt að hafa til dæmis gamalt handklæði undir, þá getur varaliturinn smitast í það þegar unnið er að því að ná blettinum úr. Augnbrúnalitur í húð Getty Acetone: Af því að ég nefndi acetone þá verð ég að bæta við smá ráði þegar mikill augnabrúna litur festist í húðininni eftir litun og augabrúnirnar verða mun dekkri fyrir vikið. Þá er algjör snilld að setja nokkra dropa af acetone í bómullarskífu og strjúka tvisvar til þrisvar yfir hvora augabrún. Það svínvirkar og liturinn fer ekki af hárunum sjálfum en rennur af húðinni svo að augabrúnirnar verða fallegar og náttúrulegar. Ég myndi alls ekki nota hvaða acetone sem er þar sem húðin er viðkvæmt og maður vill ekki erta hana. Best er að nota umhverfisvænt acetone sem ætlað fyrir viðkvæma húð. Svo er gott að þrífa andlitið með því hreinsikremi sem maður notar venjulega. Farði í fatnaði Getty Farðahreinsir: Ef farðinn í nýkominn í flíkina er best að nota farðahreinsi og nota þann hreinsi sem maður er vanur að nota. Mikilvægt er að farðahreinsirinn sé án olíu. Svo skal nudda blettinn strax úr með vatni, á röngunni að sjálfsögðu. Það er líka ágætt að láta buna svolítið úr krananum á blettinn og þá ætti allt alveg að renna úr. Raksápa og hársprey: Ef farðinn er búinn að smitast, til dæmis í úlpukraga, peysur eða trefla, og kannski búinn að safnast upp í einhverjar vikur, þá finnst mér best að spreyja raksápu eða hárspreyi á blettina og nudda úr með naglabursta eða klút. Það svínvirkar. Edik, matarsódi og uppþvottalögur: Ef það gengur eitthvað erfiðlega má alltaf nota edik og matarsóda eða uppþvottalög. En maður verður samt að meta það svolítið eftir því hve viðkvæm efni maður er að vinna með. Húsráð Förðun Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þegar góð ráð eru dýr reynast gömlu húsráðin yfirleitt best. Marta María Arnarsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans er kona með ráð undir rifi hverju en hér fyrir neðan má sjá hennar ráðleggingar á því hvernig best sé að hreinsa bletti eftir farða. Varalitur í fötum Getty Hársprey: Ef varaliturinn er nýkominn í fötin er best að spreyja hárspreyi í blettinn. Leyfa því að vera í fimmtán mínútur og nudda síðan varalitinn úr til dæmis með tannbursta, naglabursta eða jafnvel klút, ef efnið er mjög viðkvæmt. Við þetta ætti varaliturinn að renna ljúflega úr og þá má þvo flíkina með venjulegum hætti. Acetone: Ef flíkin er ekki úr svo viðkvæmu efni er reyndar best að nota acetone, þá flýgur bletturinn úr um leið. Uppþvottalögur og edik: Þegar um ræðir viðkvæm efni er ráðlegast að nota uppþvottalög og/eða matarsóda og edik til að vinna á blettinum og skella síðan flíkinni í þvott á eftir. Þegar verið er að vinna á blettum er mikilvægt að snúa þeirri hlið niður sem bletturinn er á og nudda blettinn úr á röngunni. Annars getur maður verið að festa varalitinn enn frekar í flíkinni. Það er sniðugt að hafa til dæmis gamalt handklæði undir, þá getur varaliturinn smitast í það þegar unnið er að því að ná blettinum úr. Augnbrúnalitur í húð Getty Acetone: Af því að ég nefndi acetone þá verð ég að bæta við smá ráði þegar mikill augnabrúna litur festist í húðininni eftir litun og augabrúnirnar verða mun dekkri fyrir vikið. Þá er algjör snilld að setja nokkra dropa af acetone í bómullarskífu og strjúka tvisvar til þrisvar yfir hvora augabrún. Það svínvirkar og liturinn fer ekki af hárunum sjálfum en rennur af húðinni svo að augabrúnirnar verða fallegar og náttúrulegar. Ég myndi alls ekki nota hvaða acetone sem er þar sem húðin er viðkvæmt og maður vill ekki erta hana. Best er að nota umhverfisvænt acetone sem ætlað fyrir viðkvæma húð. Svo er gott að þrífa andlitið með því hreinsikremi sem maður notar venjulega. Farði í fatnaði Getty Farðahreinsir: Ef farðinn í nýkominn í flíkina er best að nota farðahreinsi og nota þann hreinsi sem maður er vanur að nota. Mikilvægt er að farðahreinsirinn sé án olíu. Svo skal nudda blettinn strax úr með vatni, á röngunni að sjálfsögðu. Það er líka ágætt að láta buna svolítið úr krananum á blettinn og þá ætti allt alveg að renna úr. Raksápa og hársprey: Ef farðinn er búinn að smitast, til dæmis í úlpukraga, peysur eða trefla, og kannski búinn að safnast upp í einhverjar vikur, þá finnst mér best að spreyja raksápu eða hárspreyi á blettina og nudda úr með naglabursta eða klút. Það svínvirkar. Edik, matarsódi og uppþvottalögur: Ef það gengur eitthvað erfiðlega má alltaf nota edik og matarsóda eða uppþvottalög. En maður verður samt að meta það svolítið eftir því hve viðkvæm efni maður er að vinna með.
Húsráð Förðun Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira